Samstarf Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða endurnýjað

13.10.2022

Viljayfirlýsing um endurnýjað tvíhliða samstarf Íslands og Noregs á sviði norðurslóðarfræða var undirritað í morgun við hátíðlega athöfn, í Hörpu, á Hringborði Norðurslóða (e. Arctic Circle Assembly)

  • 13.10.2022-ISL-NOR-undirritun
    Eivind Vad Petersson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Noregs, og Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Íslands MYND: Rúnar Gunnarsson

Meðal viðstaddra við undirritunina var Hákon, krónprins Noregs, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, og Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís.

Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Íslands, og Eivind Vad Petersson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Noregs, undirrituðu viljayfirlýsinguna.

Ávörp fluttu þeir Dag Rune Olsen, rektor Háskólans í Tromsö – Háskóla norðurslóða í Noregi, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.

Formlegt samstarf Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða hófst upphaflega árið 2011. Meðal þess sem samstarfið hefur leitt af sér er styrktarsjóður, í umsýslu Rannís, sem styrkir frumkvæði til norsk-íslenskrar samvinnu innan norðurslóðafræða. Þá hefur samstarfið leitt af sér samning um gistiprófessorsstöðu við Háskólann á Akureyri (Nansen prófessorstöðuna).

Frá þeim tíma sem liðinn er hafa um hundrað styrkir verið veittir til samstarfsverkefna um norðurslóðir og sex einstaklingar hafa gengt stöðu Nansenprófessors við HA.

Hringborð Norðurslóða fer fram í Hörpu dagana 13. – 15. október.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica