Sendiherra Póllands á Íslandi heimsækir Rannís

22.5.2025

Nýr sendiherra Póllands á Íslandi, ásamt staðgengli sendiherra, heimsóttu Rannís þann 21. maí til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og samstarf við Pólland.

  • Heimsokn-nys-sendiherra-Pollands-a-Islandi

Nýr sendiherra Póllands, Aleksander Kropiwincki, heimsótti Rannís þann 21. maí og með í för var sérfræðingur sendiráðsins í vísinda-, mennta- og menningarmálum, Maciej Duszyński, sem jafnframt er staðgengill sendiherra. 

Í heimsókninni fengu gestirnir kynningu á starfsemi Rannís og þeim sjóðum og áætlunum sem stofnunin hefur umsjón með.

Jafnframt var lögð áhersla á að fara yfir samstarf landanna á sviði Uppbyggingasjóðs EES þar sem Pólland er stærsta samstarfslandið. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ragnhildur Zoëga, Egill Þór Níelsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Ágúst H. Ingþórsson forstöðumaður Rannís, Aleksander Kropiwincki sendiherra Póllands, Maciej Duszyński, sérfræðingur og staðgengill sendiherra, og loks Andrés Pétursson. 

Heimsóknin var afar vel heppnuð og leggur grunn að enn nánara samstarfi Íslands og Póllands á málefnasviðum Rannís.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica