Sendiherra Þýskalands heimsækir Rannís

9.2.2024

Nýr sendiherra Þýskalands á Íslandi heimsótti Rannís 8. febrúar sl. ásamt gestum, til að fræðast um starfsemina og ræða samstarf í menntamálum.

  • Heimsokn-thyska-sendiradsins-08.02.2024

Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Clarissa Duvigneau, heimsótti Rannís 8. febrúar 2024 ásamt góðum gestum, þeim Friedrike Krause lektor á vegum DAAD og Oddnýju Sverrisdóttur prófessor í þýsku við Háskóla Íslands, auk Sabine Friðfinnsson, menningar- og fjölmiðlafulltrúa þýska sendiráðsins. 

Gestirnir fræddust um starfsemi Rannís og Landskrifstofu Erasmus+ og ræddu sérstaklega samstarf í menntamálum. Áhersla var lögð á að ræða hvernig megi auka nemendaskipti milli Íslands og Þýskalands og vekja athygli á tækifærum og styrkjum tengd menntun í Þýskalandi. 

Á myndinni eru, talin frá vinstri: Friedrike Krause DAAD lektor, Sabine Friðfinnsson, menningar- og fjölmiðlafulltrúi þýska sendiráðsins, Ágúst H. Ingþórsson forstöðumaður Rannís, Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi, Rúna V. Guðmarsdóttir forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+, Aðalheiður Jónsdóttir sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad verkefnastýra Eurodesk og Upplýsingaveitu um nám erlendis.

English









Þetta vefsvæði byggir á Eplica