Skýrsla um samspil vísinda við stefnumótun stjórnvalda

20.2.2020

Út er komin skýrsla um samspil vísinda við stefnumótun stjórnvalda. Skýrslan inniheldur niðurstöður vinnusmiðju sem haldin var hjá Rannís 8.-9. október 2019.

Samstarfsaðilar Rannís um verkefnið voru: Association of Polar Early CareerScientists (APECS), Alfred Wegener Rannsóknastofnunin í Þýskalandi, sendiráð Þýskalands á Íslandi, og utanríkisráðuneyti Íslands í Þýskalandi og Bretlandi. Þátttakendur í vinnusmiðjunni voru rúmlega 40 vísindamenn og fyrirlesarar frá 11 þjóðum, meðal annars frá Þýskalandi, Bretlandi, Íslandi og svæðum frumbyggja á norðurslóðum. 

Meðal fyrirlesara voru Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Fran Ulmer, formaður bandarísku norðurskautsstofnunar-innar og Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands.

Niðurstöður vinnusmiðjunnar voru síðan kynntar á þingi Hringborðs norðurslóða sem haldið var í Hörpu 10.-13. október 2019. 

Skýrslan: Raising awareness and building capacity for science-based policy-making - Workshop Summary

Þetta vefsvæði byggir á Eplica