Sóknarstyrkir til þátttöku í erlendum rannsóknaverkefnum

21.9.2015

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2015 og er forgangur veittur þeim sem sækja um í Horizon 2020, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.

Markmiðið með sóknarstyrkjum er að auðvelda íslenskum aðilum að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum með sókn í erlenda sjóði. Stjórnir Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs leggja til allt að 20 milljónir króna á árinu 2015 til að styrkja undirbúning alþjóðlegs vísinda- og nýsköpunarsamstarfs með íslenskri þátttöku. Forgangur er veittur umsóknum vegna undirbúnings umsókna í Horizon en mögulegt er að styrkja annað samstarf samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn hér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica