Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum

15.2.2024

Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein til ritunar efnis á íslensku. Umsóknarfrestur er 18. mars 2024, kl. 15:00.

Umsækjendur skulu kynna sér vel handbók sjóðsins fyrir yfirstandandi styrkár áður en umsókn er gerð.

Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Umsóknarfrestur rennur út 18. mars 2024, kl. 15:00.

Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica