Styrkir til félagslegrar nýsköpunar

24.3.2025

Félags- og vinnumálaáætlun ESB lýsir eftir umsóknum um styrki til félagslegra netverka sem vinna við félagslega inngildingu og aukna atvinnuþátttöku og hins vegar fyrir verkefni sem styðja við verkefni og fjármögnun félagasamtaka.

Rannís vekur athygli á því að Evrópusambandið hefur nú auglýst tvo umsóknarfresti fyrir verkefni varðandi félagslega nýsköpun (Employment and Social Innovation). Styrkirnir eru veittir af Félags- og vinnumarkaðsáætlun ESB sem tilheyrir þeim hluta Félagsmálasjóðs ESB (European Social Fund+) sem Ísland hefur aðgang að. Sjóðurinn styður við ýmis verkefni í vinnumarkaðsmálum og samfélagslegri nýsköpun. Tilgangurinn er að yfirfæra þekkingu á milli landa og stuðla að nýstárlegum lausnum.

Annars vegar er um að ræða styrki fyrir netverk frjálsra félagasamtaka sem starfa þvert á ESB/EES lönd og hafa að markmiði að vinna að félagslegri inngildingu, styðja við aukna atvinnuþátttöku og berjast gegn fátækt. Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2025 og hér er tengill á vefsíðu sjóðsins hjá ESB þar sem má nálgast allar upplýsingar um kallið. 

Hins vegar hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir netverk sem eru virk í félagslegri fjármögnun og smáfjármögnun. Umsóknarfrestur er til 19. júní 2025 og hér er tengill á vefsíðu hjá ESB þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um kallið. 

Andrés Pétursson er landstengiliður áætlunarinnar hjá Rannís og veitir allar nánari upplýsingar. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica