Styrkveiting úr Máltæknisjóði

21.12.2015

Þann 15. desember skrifaði Dr. Jón Guðnason, lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, undir samning við Rannís vegna styrks úr Máltæknisjóði. Sigurður Björnsson, sviðsstjóri Rannsókna- og nýsköpunarsviðs, skrifaði undir fyrir hönd Rannís.

  • Undirskrift samnings við Máltæknisjóð
    Dr. Jón Guðnason og Sigurður Björnsson við undirritun samnings vegna styrks.

Verkefni Jóns, Frí og opin talgreining fyrir íslensku, hlaut styrk upp á 14,4 milljónir króna til eins árs. Markmið verkefnisins er að koma upp talgreinikerfi Almannaróms (e. ASR System) sem verður opið safn málsafna og hugbúnaðar til að þróa talgreiningu fyrir íslensku, og einnig heildstætt sýnikerfi talgreiningar. Markmiðið er að kerfið verði aðgengilegt og nýtilegt um allan heim. Það mun einkum gagnast íslenskum fyrirtækjum, stofnunum, frumkvöðlum, stúdentum og rannsakendum.

Verkefnið er unnið í samstafi við Almannaróm, félag um máltækni, sem mun annast ráðgjöf og tengingu við önnur máltækniverkefni.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica