Tækifæri fyrir íslenska grunnskóla

8.6.2021

Uppbyggingarsjóður EES í Króatíu auglýsir eftir áhugasömum íslenskum grunnskólum til að taka þátt í tvíhliða samstarfsverkefnum með króatískum skólum.

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Liechtenstein og Noregi með því markmiði að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og fimmtán viðtökuríkja sjóðsins í Evrópu. Áhersla er lögð á STEM færni kennara og nemenda, upplýsinga- og samskiptatækni í námi, frumkvöðlastarfsemi og borgararéttindi ásamt mörgu öðru.

Næsti umsóknarfrestur er 2. ágúst 2021 og um er að ræða 12-21 mánaða tvíhliða samstarfsverkefni króatískra aðila með samstarfsaðilum frá Íslandi, Noregi og/eða Liechtenstein.

  • Auglýsing fyrir smærri verkefni: Heildarfjárhæð sem er til úthlutunar er 1,2 mil evrur en styrkir til hvers verkefnis eru á bilinu 50.000 til 200.000 evra. Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2021.
  • Auglýsing fyrirstærri verkefni: Heildarfjárhæð sem er til úthlutunar er 22,2 mil en styrkir til hvers verkefnis eru á bilinu 200.000 til 1.000.000 evra og hins vegar 1.000.000 til 3.000.000 evra. Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2021.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica