Tækifæri fyrir konur í frumkvöðlastarfi

29.9.2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir í þriðja sinn eftir umsóknum vegna EU Prize for Women Innovators. Markmiðið með þessum verðlaunum er styðja við konur í frumkvöðlastarfi og hvetja aðrar konur til að fylgja í fótspor þeirra.

Keppnin er opin öllum konum sem hafa staðið að stofnun fyrirtækis og eru búsettar í Evrópusambandsríki sem og í löndum sem eru aðilar að rannsóknaráætlun ESB, þar með talið Ísland.

Fyrstu verðlaun eru 100.000 €, önnur verðlaun 50.000 € og þriðju verðlaun  30.000 €.

Taka skal fram að umsækjendur þurfa á einhverjum tíma hafa notið stuðnings frá rannsóknar- og nýsköpunaráætlunum ESB.

Umsóknarfrestur er 20. október 2015.

Frekari upplýsingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica