Tækniþróunarsjóður úthlutar 350 milljónum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla

14.12.2018

Á haustmisseri hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkt að bjóða fulltrúum 21 fyrirtækis til samninga um fyrirtækjastyrkina Sproti, Vöxtur og Markaðsstyrkur.

  • Merki Tækniþróunarsjóðs

Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.

Að þessu sinni bárust sjóðnum 224 umsóknir í alla flokka. Á árinu hefur sjóðnum borist 602 umsóknir, sem er 19% aukning frá síðasta ári. 

Fjármagn sjóðsins var að mestu óbreytt frá fyrra ári og því lækkar hlutfall styrktra verkefna af fjölda umsókna árið 2018 í 14% í samanburði við 20% á síðasta ári. Hið lága úthlutunarfall endurspeglar að einhverju leyti hversu gróskumikið nýsköpunarumhverfið er, en að sama skapi má benda á að mörg góð verkefni eru ekki að fá framgang.

Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni:

Vöxtur
Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Verkefnisstjóri
AwareGO kennslukerfi fyrir gagnaöryggisfræðslu AwareGO ehf. Lee Roy Tipton
CGRP hemill til meðferðar á Psoriasis Nepsone ehf. Sirus Bernhard Palsson
Fiskvinnsluþjarkar Samey sjálfvirknimiðstöð ehf. Haraldur Haukur Þorkelsson
Framleiðsla og markaðssetning sætupróteina ORF Líftækni hf. Jón Már Björnsson
Kælisótthreinsun á fersku kjöti Thor Ice Chilling Solutions ehf Þorsteinn Ingi Víglundsson
Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól PayAnalytics ehf. Margrét Vilborg Bjarnadóttir
Lumina Lumina Medical Solutions ehf. Arnar Freyr Reynisson
Örugg sveigjanleg griptöng fyrir skurðaðgerðir Reon ehf. Ásþór Tryggvi Steinþórsson
Sproti
Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Verkefnisstjóri
Gæðavaktari fyrir þrívíddarprentiðnað Euler ehf Eyþór Rúnar Eiríksson
Heilsugagnagreinir fyrir eldri borgara Janus heilsuefling slf. Lára Janusdóttir
Inventec Einar Björn Jónsson Einar Björn Jónsson
SAFE Seat - Fjaðrandi bátasæti SAFE Seat ehf. Svavar Konráðsson
SmartRod by Nordic Angling Nordic Angling ehf. Kristján Einar Kristjánsson
The Darken: Echoes of the End Myrkur Games ehf. Katrín Inga Gylfadóttir
Markaðsstyrkur
Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Verkefnisstjóri
Framrás KeyNatura varanna á mörkuðum KeyNatura ehf. Halla Jónsdóttir
Markaðsátak Wave í Bandaríkjunum Genki Instruments ehf. Haraldur Þórir Hugosson
Markaðssetning Florealis á Norðurlöndunum Florealis ehf. Karl Guðmundsson
Markaðssetning Starborne Mobile Solid Clouds ehf. Stefán Þór Björnsson
Markaðssókn Tulipop í Kína og Hong Kong Tulipop ehf. Helga Árnadóttir
Mörkun og markaðsinnviðir MapExplorer Gagarín ehf. Þórunn Jónsdóttir
Uppbygging stafrænna markaðsinnviða As We Grow As We Grow ehf. Margrét Arna Hlöðversdóttir

 *birt með fyrirvara um hugsanlegar villur

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica