Tækniþróunarsjóður úthlutar 700 milljónum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla

5.6.2018

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 63 verkefna að ganga til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir allt að 700 milljónum króna.

  • Merki Tækniþróunarsjóðs

Þá er einnig búið að veita 15 styrki til einkaleyfisumsókna. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.

Alls voru umsóknir 377 sem er 17% aukning frá sama tíma í fyrra.

Konur voru 37% þeirra sem fengu styrki ef miðað er við kyn verkefnisstjóra. Verkefnisstjóri er ábyrgðarmaður gagnvart sjóðnum, en almennt er styrkjum úthlutað til lögaðila. Alls eru 90% verkefnisstjóra meðal styrkþega staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, en það er svipað hlutfall og verið hefur.

Verkefnin eru af öllum sviðum atvinnulífsins og á myndinni hér fyrir neðan má sjá atvinnugreinaflokkun verkefnisstyrkja í samhengi við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Tths2018

Vorúthlutun 2018

Vöxtur

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Verkefnisstjóri
Dreki - Þróun blóðgunar- og kælibúnaðar Micro-ryðfrí smíði ehf. Melkorka Rún Sveinsdóttir
Frá urðun til auðlindar: sorptækni á alþjóðamarkað Lífdísill ehf. Sigurður Ingólfsson
FUCOPRO Algalíf Iceland ehf. Tryggvi Sturla Stefánsson
Gagnvirkt fyrirbyggjandi hitaeftirlitskerfi Kalor Metrics ehf. Elín Adda Steinarsdóttir
Íslenskar Björgunarsveitir studdar með ÖK Hull Rafnar ehf. Karl Birgir Björnsson
Mussila-skólinn Rosamosi ehf. Margrét Júlíana Sigurðardóttir
Rafrænt réttarkerfi Justikal Justikal ehf. Margrét Anna Einarsdóttir
Skilgreining aflamarks um borð í veiðiskipi Skaginn hf. Axel Freyr Gíslason
SustainCycle - Lóðrétt Stórskalaeldi á Sæeyrum Sæbýli ehf. Eyjólfur Reynisson
Virkni nýrra lyfjaafleiða gegn lungnasjúkdómum EPI-ENDO Pharmaceuticals ehf. Þórarinn Guðjónsson
Þróun hægðalosandi stíla Lipid Pharmaceuticals ehf. Stella Rögn Sigurðardóttir

Sproti

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Verkefnisstjóri
Hagnýting fitusýra úr grálúðu.  Guðbjörn Ómar Björnsson Guðbjörn Ómar Björnsson
Margnota einangraðir fiskkassar Coolerboxes ehf. Haukur Alfreðsson
MYSHOPOVER ehf - Verslað með heimamanni MYSHOPOVER ehf. Ellen Ragnars Sverrisdóttir
Notendamiðuð greining á heilnæmi birtuumhverfis OCULIGHT analytics María Lovísa Ámundadóttir
Raförvir fyrir fylkjarafskaut FiRe ehf Þórður Helgason
Ritill fyrir GRID - Excel-drifið vefefni Hg80 ehf. Hjálmar Gíslason
Runmaker hugbúnaður Driftline ehf Agnar Steinarsson
SmartGuide - Gervigreind fyrir ferðamenn Guides ehf. Haukur Viðar Jónsson
Taktikal - Komdu rafrænt í viðskipti á 2 mínútum Taktikal ehf. Valur Þór Gunnarsson
Tré tungumála Porcelain Fortress ehf. Björn Elíeser Jónsson
Verandi Verandi slf. Elva Björk Barkardóttir
Vöxtur í nýju ljósi Lumen ehf. Karl Jóhann Bridde
Zeto - Húðvörur úr þaraþykkni ZETO ehf. Eydís Mary Jónsdóttir

Markaðsstyrkur

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Verkefnisstjóri
2Way - sóknarfæri samskiptalausnar 2WAY ehf. Guðmundur Steinar Sigurðsson
Adversary - Verkleg upplýsingaöryggisþjálfun Syndis slf. Steindór Stefán Guðmundsson
Axlarátak Kiso ehf. Kjartan Björgvinsson
Datasmoothie - Markaðssókn á erlenda markaði Datasmoothie ehf. Agnar Sigmarsson
FlowVR Markaðsherferð Flow ehf. Þóra Björk Elvarsdóttir
KULA og LINA CYLINDER Collections í Þýskalandi Bryndís Bolla slf. Bryndís Björk Sigurjónsdóttir
Markaðsetning Sales Olympian í Evrópu Data Dwell ehf. Ólafur Helgi Þorkelsson
Markaðssetning Theme í Bandaríkjunum Atferlisgreining ehf. Guðberg Konráð Jónsson
Markaðssókn AGR lausna á N-Ameríkumarkað AGR Dynamics ehf. Finnur Tjörvi Bragason
Markaðssókn á lyfjaleitarmarkaði 3Z ehf. Perla Björk Egilsdóttir
Markaðsstyrkur Carehubs CURRON ehf. Jóhann R Benediktsson
SAR-support - Hugbúnaður fyrir viðbragðsaðila SAR-support ehf. Ólafur Jón Jónsson

Fræ

Heiti verkefnis Verkefnisstjóri
Broddur byggir upp Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir
Dýnamískur arkitektúr sem aðlagast að yfirborði Hlynur Axelsson
Fagfólk Soffía Haraldsdóttir
Föngum fjósorkuna Bjarni Már Ólafsson
Gagnagreinir fyrir flugvélakerfi Bragi Baldursson
GRAF Ágúst Arnar Ágústsson
Hugbúnaður til atferlismótunar Helgi Sigurður Karlsson
Íslenskt Astaxanthin í Húðvörur Haraldur Garðarsson
Lokbrá - þróun og prófun á tölvukennsluleik  Katrín Jónsdóttir
Menningarbrúin Gréta Mjöll Bjarnadóttir
Norðurljósa- og veðurathuganir, hugbúnaðarlausn Eyrún Engilbertsdóttir
Skordýr sem fóður í fiskeldi Kristinn Heiðar Jakobsson
SnorriCam  Eiður Snorri Eysteinsson
Sumarsöl Gunnar Ólafsson
Varp-app Aldís Erna Pálsdóttir
Vinnsla á SELCALL kóðum Snorri Ingimarsson

Hagnýt rannsóknarverkefni

Heiti Umsækjandi Verkefnisstjóri
Bein framleiðsla Al-Ti melmis í kerskála álvers  Háskólinn í Reykjavík ehf. Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir
Betri orkubúskapur og lýsing gróðurhúsa  Nýsköpunarmiðstöð Íslands Kristján Leósson
DeepUtil: Skilvirk nýting djúpborunarvökva Háskólinn í Reykjavík ehf. María Sigríður Guðjónsdóttir
eCAP: Rekja loðnu með umhverfis DNA Hafrannsóknastofnun Christophe Sebastien Pampoulie
Fiskgreinir Hafrannsóknastofnun Haraldur Arnar Einarsson
Hrognkelsi kynbætt fyrir lúsaáti (CYCLOSELECT) Akvaplan-niva AS, útibú á Íslandi Albert K. Dagbjartarson Imsland
Ljósvirk hvötun afoxunar köfnunarefnis í ammóníak Nýsköpunarmiðstöð Íslands Helga Dögg Flosadóttir
Notkun PP13 til að fyrirbyggja meðgöngueitrun Háskóli Íslands Sveinbjörn Gizurarson
Nýting gervigreindar í ljóstækni Nýsköpunarmiðstöð Íslands Michael Juhl
Roðskurður íslenskra makrílflaka Matís ohf. Magnea Guðrún Karlsdóttir
TARASÓL - Þróun á náttúrulegri sólarvörn Háskóli Íslands Guðrún Marteinsdóttir

*Birt með fyrirvara um hugsanlegar villur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica