Þriðja úthlutun úr Æskulýðssjóði 2015
Stjórn Æskulýðssjóðs hefur úthlutað til níu verkefna rúmlega tveimur milljónum króna í þriðju úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015. Alls bárust sjóðnum 41 umsókn um styrk að upphæð rúmlega 21 milljón.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að sjóðnum að þessu sinni. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um villur:
Æskulýðsfélag /æskulýðssamtök | Heiti verkefnis | Kr. |
Skátafélagið Mosverjar | Hvati - innleiðing og endurmenntun á skátaaðferðinni | 300.000 |
Æskulýðssvettvangurinn | Safe from Harm | 300.000 |
Ungmennafélag Íslands | Framtíðar frumkvöðlar | 400.000 |
AFS á Íslandi | Uddannelsesbazar | 50.000 |
Ungmennafélag Íslands | Félagsmálanámskeið fyrir ungt fólk. | 250.000 |
Æskan Barnahreyfing IOGT á Íslandi | Sjálfstyrkingarnámskeið | 50.000 |
K.F.U.M. og K.F.U.K. Akureyri | Klúbburinn - framhaldsskólahópur KFUM og KFUK á Akureyri. | 120.000 |
Landssamband æskulýðsfélaga | Leiðtogaskóli LÆF | 400.000 |
KFUM og KFUK á Íslandi | Til móts við nýja tíma | 150.000 |
Heildarupphæð samþykkt: | 2.020.000 |