Þriðja úthlutun úr Æskulýðssjóði árið 2016
Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 8. nóvember 2016 að leggja til við ráðherra að úthluta tólf verkefnum alls 5.087.000 í þriðju og síðustu úthlutun sjóðsins fyrir árið 2016.
Alls bárust sjóðnum 29 umsóknir um styrk að upphæð rúmlega 30 milljónir.
Stjórnin leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt;*
| Umsækjandi | Heiti verkefnis | kr. |
| (Ungmennadeild) Norræna félagið | Norrænt samstarf á nýjum grunni | 400.000 |
| Skátafélagið Klakkur | Ungir talsmenn | 320.000 |
| Skátafélagið Hamar | Róverstarf á Íslandi | 250.000 |
| Skátafélagið Hraunbúar | Öræfalíf Rekkaskáta | 320.000 |
| Ungmennafélag Íslands | Samstarf ungmennaráða | 312.000 |
| Skátafélagið Eilífsbúar | Bland í poka | 550.000 |
| Æskulýðsvettvangurinn | Uppfærsla á aðgerðaáætlun | 750.000 |
| Skátasamband Reykjavíkur | Rekkaskátasveit í Reykjavík | 225.000 |
| AFS á Íslandi | Volunteer Summit | 600.000 |
| Núll prósent hreyfingin | Alþjóðlegt ungmennastarf | 160.000 |
| K.F.U.M. og K.F.U.K. Akureyri | Hæfileikasýning | 400.000 |
| KFUM og KFUK á Íslandi | Jákvæð samskipti á milli unglinga | 800.000 |
| 5.087.000 |
*Upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

