Tónlistarsjóður - átaksverkefni í menningu og listum vorið 2020

25.4.2020

Auglýst er eftir umsóknum um sérstaka styrki úr Tónlistarsjóði samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak með styrkveitingum til menningar- og listaverkefna fyrir almenning.

Markmið átaksverkefna er að vinna gegn  samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Reglur um úthlutun úr sjóðnum verða rýmri en alla jafna. Allir sjálfstætt starfandi tónlistarmenn og skipuleggjendur tónlistarverkefna geta sótt um vel skilgreind og afmörkuð verkefni.

Umsóknarfrestur er til 8. maí 2020 kl. 16.

Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir settan umsóknarfrest. 

Aðgangur að umsóknarkerfi Rannís ásamt skilyrðum og reglum er að finna á vef sjóðsins. Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica