Tónlistarsjóður fyrri úthlutun 2022

28.1.2022

Þann 1. nóvember 2021 bárust alls 156 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar í Tónlistarsjóð. Alls var sótt um rúmlega 157 milljónir króna.

Tónlistarráð úthlutar verkefnastyrkjum ásamt föstum árssamningum samtals að upphæð 64.4 milljónir króna. 

Styrkir skiptast þannig: 32.400.000 kr. renna til 62 verkefna og 32 milljónir fara til sjö samningsbundinna styrkþega.*

Verkefni skiptast þannig: 48 styrkir af fara til sígildrar og samtímatónlistar, 4 styrkir til jazz-verkefna og 12 styrkir til tónlistarverkefna af öðrum toga þar á meðal til íslensku tónlistarverðlaunanna, sem sameina allar gerðir tónlistar. Er þetta í samræmi við þær umsóknir sem bárust sem voru flestar úr geira sígildrar og samtímatónlistar.

Hæsti styrkur að upphæð 1.200.000 kr. fær Sönghátíðin í Hafnarfirði og þrír styrkir að upphæð 1.000.000 kr. Fara til Kammerkórsins Schola Cantorum, Hlutamengis og Peru Óperukollektífs. Verkefnin: Ný ópera eftir Sigurð Sævarsson um Ríkharð III, HIMA Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Múlinn jazzklúbbur, fá öll 800.000 kr. í sinn hlut.

Listi yfir fyrri úthlutun ársins 2022*:

Nafn umsækjanda

Heiti verkefnis Póstnr. Úthlutun í kr. 
Andlag slf. Sönghátíð í Hafnarborg 101 1.200.000
Anna H Hildibrandsdóttir Ég sé þig - markaðssetning og útgáfa 400 500.000
Auður Gunnarsdóttir Örlagaþræðir 108 500.000
Aulos hópurinn WindWorks tónlistarhátið 110 400.000
Austuróp - listhópur Fljótsdalshéraðs Sönghátíð á föstu 700 500.000
Axel Ingi Árnason Tónsmiðja í norðri 201 400.000
Áki Ásgeirsson ÓMAR - hátíð fyrir tilraunatónlist 250 300.000
Árný Margrét Sævarsdóttir Alþjóðleg kynning á Árnýju Margréti 400 500.000
Ásdís Arnardóttir Vortónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar 600 400.000
Áslaug Rún Magnúsdóttir VALENCIA   300.000
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir Konur við sjóinn 641 300.000
Bakkastofa ehf. Saga Musica - Tónleikar 820 500.000
Barokkbandið Brák slf. Tvær Hliðar - Tónleikar í Hörpu 110 500.000
Berglind María Tómasdóttir Minni // On Memory 104 300.000
Berjadagar,fél um tónlistahátíð Berjadagar tónlistarhátíð 2022 625 500.000
Blómi sf Útgáfa á ADHD 8 - markaðsetning og eftirfylgni 108 500.000
Camerarctica 30.ára starfsafmæli Camerarctica - fyrri hluti 210 400.000
Elja kammersveit SumarKonsert Elju 101 500.000
Félag íslenskra kórstjóra(FÍK) Norræn kórstjóraráðstefna 112 500.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Tónaland - tónleikar á landsbyggðinni 108 500.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Klassík í Vatnsmýrinni 108 500.000
Gudmundur Steinn Gunnarsson Steinalda - kynningarmál plötu og útgfáfutónleikar 107 300.000
Guido Baeumer Duo Ultima tónleikaröð á Austurlandi 710 250.000
Hafnarborg,menn/listast Hafnarf Hljóðön vor 2022 - Samskapaðir sólsteinar 220 200.000
Halla Steinunn Stefánsdóttir Markaðssetning plötuverkefnisins 'strengur'   300.000
Hildigunnur Halldórsdóttir 15:15 tónleikasyrpan 210 800.000
HIMA - Alþjóðlega tónlistarakademian í Hörpu HIMA 2022 107 700.000
Hlutmengi ehf. Vetrardagskrá Mengis 105 1.000.000
Högni Egilsson Tilvist Tónlistarinnar 101 400.000
Ingi Bjarni Skúlason Kvintett tónleikar í Hörpu 108 200.000
Íslenska einsöngslagið Ár íslenska einsöngslagsins í Salnum Kópavogi 200 400.000
Íslensku tónlistarverðlaunin Íslensku tónlistarverðlaunin 2022 108 500.000
Jazzdeild F.Í.H. Nordic Jazz Comets 2022 108 300.000
Jazzhátíð Reykjavíkur Jazzhátíð Reykjavíkur/samningur 108 3.500.000
Jóhann Helgason FJALLA-EYVINDUR OG HALLA - ROKKÓPERA 170 500.000
Jón Haukur Unnarsson Mannfólkið breytist í slím 2022 600 500.000
Jónas Ásgeir Ásgeirsson Gálgaljóð og eftirþankar   300.000
Kammerhópurinn Nordic Affect Starf Nordic Affect 2022-24 110 2.500.000
Kammerhópurinn Reykjavík-Barokk Sjókonur og snillingar - tónleikhús 107 500.000
Kammermúsíkklúbburinn Flutningur á kammertónlist 109 800.000
Kolbeinn Jon Ketilsson TonSaga1 3015 300.000
Kór Langholtskirkju Dixit Dominus og Messa í g-moll BWV 235 104 400.000
Landssamband blandaðra kóra,LBK Nordklang korfestival - Norræn kórahátíð 301 500.000
Laufey Sigurðardóttir Músík í Mývatnssveit 2022 101 400.000
Mahoney ehf. Tónleikaferðir Moses Hightower 2020 105 500.000
María Magnúsdóttir Útgáfu og upptökutónleikar MIMRU 200 300.000
Múlinn - jazzklúbbur Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu 105 800.000
Pamela De Sensi Kristbjargardóttir Women composer: the past, present and future 200 500.000
Penumbra slf. UMBRA - MARKAÐS- OG KYNNINGARMÁL ERLENDIS 150 500.000
Pera Óperukollektíf, félagasamtök. Óperudagar á næstu árum 104 1.000.000
post-menningarfélag Háflóð 2 101 400.000
Raflistafélag Íslands Raflost 2022 101 500.000
Rekstrarfélagið GRÍMA ehf. Sumartónleikar LSÓ 2022 105 500.000
Rekstrarfélagið Hörpustrengir ehf. Upptakturinn 2022 Tónsköpunarverðlaun ungmenna 101 450.000
Reynir Hauksson Flamenco á Íslandi! 311 300.000
Richard Wagner félagið á Íslandi Wagnerdagar í júní 104 300.000
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra "Syngjum saman: íslensk lög þýdd og túlkuð á íslen 108 400.000
Schola Cantorum,kammerkór Maríuguðspjall.Launakostnaður kórs í verkefni í DK 121 1.000.000
Sigurður Bjarki Gunnarsson Reykholtshátíð 2022 170 700.000
Sigurður Sævarsson Richard III 110 800.000
Sinfóníuhljómsv unga fólksins Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins 2022 225 800.000
Spindrift Theatre, félagasamtök Ástin ein taugahrúga, kammerópera 105 500.000
Stephan Stephensen M'aidez (Les Aventures de President Bongo) 101 500.000
Tónskáldafélag Íslands Norrænir músíkdagar 2022 101 800.000
Ung nordisk musik Listamannadvöl og hátíð Ung Nordisk Musik 2022 107 500.000
Þórhallur Magnússon Intelligent Instruments Live 101 800.000
  Samtals:    38.400.000

*Þriggja ára samningar 2021–2023 árleg úthlutun:
Caput 6.000.000
Kammersveit Reykjavíkur 6.000.000
Myrkir músíkdagar 4.000.000
Stórsveit Reykjavíkur 6.000.000
Sumartónleikar í Skálholtskirkju 4.000.000
Samtals: 26 milljónir

Endurnýjaðir samningar 2022-2024
Nordic Affect Starf Nordic Affect 2.500.000
Jazzhátíð Reykjavíkur Jasshátíð 3.500.000
Samtals: 6.000.000

Samtals var úthlutað úr Tónlistarsjóði 64.400.000 kr. í fyrri úthlutun 2022.


Tónlistarsjóður starfar skv. lögum nr. 76/2004 og er hlutverk sjóðsins að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.

Tónlistarráð skipa:

  • Arndís Björk Ásgeirsdóttir (formaður),
  • Sigtryggur Baldursson (varamaður fyrir Ragnhildi Gísladóttur)
  • Sóley Stefánsdóttir.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica