Tónlistarsjóður, fyrri úthlutun 2024

23.2.2024

Umsóknarfresti nýs Tónlistarsjóðs lauk 12. desember 2023. Annars vegar var hægt að sækja um fyrir verkefni í lifandi flutningi og hins vegar vegna innviða-verkefna.

Ráðherra ásamt fulltrúum þeirra verkefna
sem fengu langtímasamning fyrir
innviðaverkefni og Hildi Kristínu Stefánsdóttur
fulltrúa úthlutunarnefnda

Menningar- og viðskiptaráðuneytið fól Rannís að sinna fyrstu úthlutun nýs Tónlistarsjóðs fyrir hönd, og í samvinnu við, Tónlistarmiðstöð.

Í sjóðinn bárust alls 190 umsóknir og sótt var um ríflega 546 milljónir.

Umsóknir til lifandi flutnings voru 113 og sótt var um tæpar 219 milljónir og umsóknir til innviða í tónlist voru 77 og sótt var um ríflega 325 milljónir.

 • Innviðir úthlutun: 32 verkefni: 31.2 M
 • Lifandi tónlist úthlutun: 45 verkefni: 35 M
Tvö samningsbundin verkefni 2022-24: 6 M
Alls úthlutað styrkjum til 79 verkefna: 72.2 M


Innviðir úthlutun:

Á sviði innviða er alls úthlutað 31.200 króna til 32 verkefna. Þar af eru gerðir samningar við 5 styrkhafa. Umsóknir í þessum flokki eru 77 og sótt var um ríflega 326 milljónir.

Í sígildri og samtímatónlist eru styrkt 23 verkefni, 3 verkefni í jazz og blústónlist og 6 verkefni falla undir tónlistarverkefni af öðrum toga. Úthlutun er í samræmi við þær umsóknir sem bárust sem voru flestar úr geira sígildrar og samtímatónlistar. Hæstu styrki að upphæð 4 milljónir króna hljóta Óperudagar og Sumartónleikar í Skálholti

Samningar til 3 ára:

 • Pera óperukollektív/Óperudagar, fjórar milljónir
 • Andlag / Sönghátíð í Hafnarborg, tvær milljónir
 • Sigurður Bjarki Gunnarsson/Reykholtshátíð, ein milljón
 • Magnaðir ehf/Bræðslan tónlistarhátíð, ein og hálf milljón

Samningur til 2 ára:

 • Sumartónleikar í Skálholti, Fjórar milljónir

Lifandi flutningur úthlutun:
Til lifandi flutnings eru veittar 35 milljónir króna til 45 verkefna. Umsóknir til lifandi flutnings voru 113 og sótt var um rúmlega 219 milljónir.
Í sígildri og samtímatónlist eru styrkt 31 verkefni, 7 verkefni í jazz og popptónlist og 7 verkefni falla undir tónlistarverkefni af öðrum toga. Úthlutun er í samræmi við þær umsóknir sem bárust sem voru flestar úr geira sígildrar og samtímatónlistar. Hæstu samningsbundna styrki fá Nýi Músíkhópurinn sex milljónir og Kammersveit Reykjavíkur, fimm milljónir. Fimm verkefni eru styrkt um eina milljón hvert: Cameractica, Barokkbandið Brák, Heimskautagerðið á Raufarhöfn, Kammerkórinn Cantoque, Salurinn/Kópavogsbæ.

Þrír styrkhafar fengu samninga til tveggja og þriggja ára.

Samningar til 3 ára:

 • Nýi músíkhópurinn fær sex milljónir
 • Kammersveit Reykjavíkur fær fimm miljónir

Samningur til 2 ára

 • Bambaló fyrir verkefnið Cauda Collective eina milljón

Yfirlit styrktra verkefna –úthlutuð upphæð:

Innviðir:

Umsækjandi

Verkefnisheiti Úthlutaður styrkur 2024
Aldrei fór ég suður, áhugamannafélag Aldrei fór ég suður 20 ára. 1500000
Alþjóðlega tónlistarakademian í Hörpu HIMA 2024 800000
Andlag slf. Sönghátíð í Hafnarborg 2024-2026 2000000
Barokkbandið Brák slf. Reykjavík Early Music Festival 1000000
Berjadagar, félag um tónlistahátíð Berjadagar tónlistarhátíð 2024 500000
Bláa Kirkjan sumartónleikar Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2024 500000
Egilsstaðakirkja Tónlistarstundir í Egilsstaða- og Vallaneskirkju 500000
Félag íslenskra hljómlistarmanna Jazz í Djúpinu 2024 1000000
Félag íslenskra söngkennara -FÍS- Vox Domini 2024 500000
Félag íslenskra tónlistarmanna Klassík í Salnum 500000
Hallgrímssókn Tónlistarstarf í Hallgrímskirkju 1000000
Hildigunnur Halldórsdóttir 15:15 tónleikasyrpan 500000
Hljómtónn slf. Síðdegistónar í Hafnarborg 500000
Hlutmengi ehf. Lifandi tónleikadagskrá í Mengi allan ársins hring 1000000
Íslenska Schumannfélagið Seigla 600000
Kammermúsíkklúbburinn Flutningur á kammertónlist 1000000
Listvinafélagið í Reykjavík 42. Starfsár Listvinafélagsins í Reykjavík 600000
Magnaðir ehf. Tónlistarhátíðin Bræðslan 2024-2026 1500000
Magnea Tómasdóttir Tónar í Hvalsneskirkju 500000
Músik í Mývatnssveit, félag Músík í Mývatnssveit 2024 500000
Ólöf Rún Benediktsdóttir Norðanpaunk 500000
Pamela De Sensi Kristbjargardóttir WindWorks í Norðri 2024 800000
Pan Thorarensen Extreme Chill Festival 2024 500000
Pera Óperukollektíf, félagasamtök. Óperudagar 2024-2026 4000000
Rekstrarfélagið GRÍMA ehf. Sumartónleikar LSÓ 500000
Rekstrarfélagið Hörpustrengir ehf. Upptakturinn 2024 500000
Samtónn,hagsmunafélag Íslensku tónlistarverðlaunin 2024 800000
Sigurður Bjarki Gunnarsson Reykholtshátíð 2024-26 1000000
Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ Sumartónleikar Hallgrímskirkju Saurbæ 500000
Sumartónleikar Skálholtskirkju Sumartónleikar í Skálholti 2024-2025 4000000
Ung nordisk musik Starf Íslandsnefndar Ung Nordisk Musik 2024-2026 800000
Við Djúpið,félag Tónlistarhátíðin Við Djúpið 800000

Lifandi tónlist:

Umsækjandi

Verkefnisheiti Úthlutaður styrkur
Aduria ehf Raddir úr blámanum 300000
Ármann Helgason Kammertónleikar Camerarctica 2024 1000000
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir Íslensk tangótónlist 350000
Bambaló slf. Starfsár Cauda Collective 2024-2025 1000000
Barokkbandið Brák slf. Verkefni og starfsemi Barokkbandsins Brákar 2024-2026 1000000
Benedikt Reynisson Rafleiðsla / Hljóðbað í Elliðaárstöð 400000
Björg Brjánsdóttir Hljóðheimur 500000
Björgúlfur Jes Einarsson Reykjavík Syndrome 500000
Blómi sf Tónleikaferðalag ADHD um Ísland vorið 2024 400000
Cantores Islandiae, félagasamtök Fjölröddun frá fjórtándu öld: Maríumessa eftir Guillaume de Machaut 400000
Erna Vala Arnardóttir Birtíngur 350000
Félag um íslenska strengi Íslenskir einleikarar og Íslenskir strengir 500000
Guðbjörg Sandholt Gísladóttir Stabat mater 600000
Gunnar Kvaran Tónleikaþrenna - Gunnar Kvaran 400000
Hafnarfjarðarkaupstaður Hljóðön vor 2024: „Ég trúi á betri heim“ 250000
Hallveig Rúnarsdóttir Útgáfutónleikar fyrir hljómplötuna:
Songs of Longing and Love
150000
Heimskautsgerði á Raufarhöfn Activate The Arctic Henge 1000000
Helgi Þór Ingason Söngleikurinn Galdur 800000
Hlíf Bente Sigurjónsdóttir Flautukvartettar Mozarts 300000
Jóhann Guðmundur Jóhannsson „Tumi fer til tunglsins“ - tónlistarævintýri 800000
Jóhann Kristinsson Franz Schubert, Schwanengesang 300000
JR-Music ehf. Tónleikar tríósins DJÄSS í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri 600000
Kammerkórinn Cantoque Starfsemi sönghópsins Cantoque Ensemble 2024-25 1000000
Kammersveit Reykjavíkur Kammersveit Reykjavíkur 2024-2026 5000000
Kópavogsbær Söngverk \'24. Hátíðartónleikar á 25 ára afmælisári Salarins í Kópavogi 1000000
Kór Breiðholtskirkju Frumflutningur tónverksins Passíu eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur í Breiðholtskirkju 500000
Kristín Einarsdóttir Mantyla Jónas og Heine 300000
Kristín Mjöll Jakobsdóttir Serenöður, Sigrún og Schubert 700000
Leifur Gunnarsson Myschi Jazzhrekkur tónleikahald fyrir 1.-3.bekk og tónleikar með frumsamdri tónlist Leifs Gunnarssonar 800000
Lenka Mátéová Pílagrímur í völundarhúsi veraldar og í paradís tónlistarinnar. 350000
Malen Áskelsdóttir Kántrýkvöld 2024 300000
Maria Carmela Raso Our Daily Apocalypse Walk Útgáfutónleika 450000
Michael Jón Clarke Hljómsveit Akureyrar 800000
Nýi músíkhópurinn Starfsemi Caput-hópsins 2024 - 2026 6000000
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir Pierrot lunaire og Kall 500000
Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths Korda Samfónía 300000
Sigurður Björn Blöndal HAM og Apparat - samrunatónleikar hljómsveitanna tveggja - HAMPARAT 500000
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins 2024 850000
Sinfóníuhljómsveit Austurlands -forStargazer- 800000
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands Burtu með fordóma 900000
Sólfinna ehf. tónleikar innanlands 400000
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Tríó Sól og Atli Arnarsson á ferð um Ísland 300000
Sólveig Thoroddsen Tempro la cetra 350000
Tónskóli Sigursveins D. Kristinss Vorið kemur, heimur hlýnar 500000
Vera Hjördís Matsdóttir Oratorio de Noel í Seltjarnarneskirku 500000
    66.200.000

Nordic affect og Jazzhátíð Reykjavíkur 2022-24 samningar + 6.000000

Alls 72.200.000

Innviðir langtímasamningar

2024-2025 tveggja ára samingur

 • Sumartónleikar í Skálholti fjórar milljónir

2024-2026 þriggja ára samningar

 • Pera óperukollektív fyrir Óperudaga, fjórar miljónir
 • Andlag fyrir Sönghátíð í Hafnarborg, tvær milljónir
 • Reykholtshátíð, ein milljón
 • Bræðslan tónlistarhátíð á Borgarfirði Eystra, 1.5. milljón

2022-2024 samningar

 • Jazzhátíð Reykjavíkur, þrjár og hálf milljón

Alls 16 milljónum úthlutað til samninga vegna innviða.

Lifandi flutningur samningar

2024-2026 þriggja ára samningar

 • Nýi músíkhópurinn sex milljónir á ári
 • Kammersveit Reykjavíkur fimm milljónir á ári

2024-2025 tveggja ára samningur

 • Bambaló fyrir verkefnið Cauda Collective, ein milljón á ári

2022-2024 samningar

 • Nordic Affect tvær og half milljón

Alls 14.5. milljónum úthlutað til lifandi flutnings

Samningar samtals 30.5 milljónir

Úthlutun alls 72.2 milljónir

Úthlutunarnefnd innviða:
Arndís Björk Ásgeirsdóttir formaður Freyr Eyjólfsson og Hildur Kristín Stefánsdóttir
Úthlutunarnefnd lifandi tónlistar:
Aðalheiður Þorsteinsdóttir formaður, Guðmundur Birgir Halldórsson, Kristín Valsdóttir,

*birt með fyrirvara um villur

Frétt á vef ráðuneytis

Þetta vefsvæði byggir á Eplica