Tónlistarsjóður seinni úthlutun 2018

4.7.2018

Mennta- og menningar­mála­ráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir síðara tímabil ársins 2018.

Tónlistarsjóður starfar skv. lögum nr. 76/2004 og er hlutverk sjóðsins að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.

Tónlistarsjóði bárust 126 umsóknir á umliðnum umsóknarfresti 15. maí sl. Menntamálaráðherra samþykkti tillögu tónlistarráðs að veita 53 verkefnum styrki sem nema samtals 19.200.000 kr.

Verkefnin sem styrkt eru að þessu sinni eru af ýmsum toga og endurspegla fjölbreytta flóru íslensks tónlistarlífs. Hæstu styrkina hljóta: Pera óperukollektíf vegna Óperudaga í Reykjavík og Tónlistarfélag Ísafjarðar vegna uppfærslu á barnaóperunni Kalli og sælgætisgerðin eftir Hjálmar H. Ragnarsson að upphæð 1.000.000.

Næsti umsóknarfrestur er 15. nóvember nk.

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Vilyrði
Auður Viðarsdóttir Synth Babe Fest í Reykjavík 400.000
Á ljúfum nótum í Fríkirkju - tónleikaröð Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni - hádegistónleikar 200.000
Ása Fanney Gestsdóttir Allt í plasti - Barnaópera 800.000
Barokkbandið Brák Eftir nóttina 400.000
Berglind María Tómasdóttir Verpa eggjum 200.000
Berjadagar,fél um tónlistahátíð Berjadagar tónlistarhátíð í Ólafsfirði 2018 400.000
Bláa Kirkjan sumartónleikar Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan - 20 ára afmæli 400.000
Camerarctica Kammertónleikar Camerarctica 2018 seinni hluti 300.000
Edda Erlendsdóttir Tónverkið  HVER HUGGAR KRÍLIÐ? eftir Olivier Manoury 400.000
ErkiTíð, íslensk tónlistarhátíð ErkiTíð – SpinOn Festival 400.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Klassík í Vatnsmýrinni 200.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Velkomin heim 150.000
Guðbjörg Sandholt Gísladóttir King Harold's Saga 200.000
Guðný Þóra Guðmundsdóttir Listahátíðin Cycle - Óperufrumflutningur fyrir hringflautu og rödd 600.000
Guðríður S.Sigurðardóttir Jón Ásgeirsson 90 ára - heiðurstónleikar 200.000
Hafnarborg Hljóðön haustið 2018 - Romsa 100.000
Hallveig Rúnarsdóttir Speglasalur tilfinninganna - klassískur kabarett 200.000
Hamrahlíðarkórinn Hamrahlíðarkórinn – Europa Cantat XX í Tallinn 2018 800.000
Havarí ehf. Sumar í Havarí 2018 400.000
Hildigunnur Halldórsdóttir f.h. 15.15 tónleikasyrpunnar 15:15 tónleikasyrpan 400.000
Hlutmengi ehf. Mengi: Vettvangur nýsköpunar 200.000
Isnord, menningarfélag Fullveldi til fullveldis og Um víða veröld 200.000
Íslenski flautukórinn Andrými í litum og tónum, seinni hluti 2018 150.000
ítríó For all the wrong reasons 300.000
Kammerkór Suðurlands Ör-lög Suðurlands 100.000
Kári Kárason Þormar Brilliant Barokk 400.000
Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju 600.000
Listvinafélag Stykkishólmskirkju Menningardagskrá Listvinafélags Stykkishólmskirkju 2018 400.000
LungA-Listahátíð ungs fólks,AL LungA - Tónlistarveisla og aðrir tónlistarviðburðir 2018 300.000
Menningarfélagið Berg ses Klassík í Bergi 2018 -2019 200.000
Minningarsjóður um Helgu Ingólfsdóttur Útgáfa sex geisladiska með semballeik Helgu Ingólfsdóttur í tengslum við bókina "Helguleikur" 200.000
Múlinn - jazzklúbbur Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu 200.000
New Music for Strings á Íslandi New Music for Strings á Íslandi 200.000
Pan Thorarensen Extreme Chill Festival 2018 300.000
Pera Óperukollektíf, félag. Óperudagar í Reykjavík 1.000.000
Pétur Björnsson Sumartónleikar Elju 400.000
Rut Ingólfsdóttir Menningarstarf að Kvoslæk 400.000
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna Concerto grosso - Viking barokk 350.000
Skagfirski kammerkórinnnn Í takt við tímann 400.000
Smekkleysa S.M. ehf. Heildarútgáfa af píanótónlist Magnúsar Blöndal Jóhannssonar 250.000
Smekkleysa S.M. ehf. Leiftur 200.000
Starfsmannafélag Tónlistarskóla f.h. Þjóðlagasveitarinnar Þulu Þjóðlagasveitin Þula á listahátíð í Kína 500.000
Stirni Ensemble Þrennir tónleikar Stirni ensemble í júlí - september 2018 300.000
Sumarópera unga fólksins, félag Óperuakademía unga fólksins í Hörpu 200.000
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2018 400.000
Symphonia angelica, félagasamtök Concerto Grosso - Viking barokk 800.000
Söngsveitin Ægisif Ægisif flytur rússneskar kórperlur 400.000
Tónlistarfélag Akureyrar Hausttónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar 400.000
Tónlistarfélag Ísafjarðar Barnaóperan Kalli og sælgætisgerðin 1.000.000
Töfrahurð sf. Ferðast um fullveldið - sögur af fullvalda börnum 400.000
Töframáttur tónlistar Töframáttur tónlistar 200.000
Umbra Umbra áfram 300.000
Ung nordisk musik Starf Íslandsdeildar Ung Nordisk Musik 2018 400.000
 Samtals   19.200.000

Tónlistarráð

Árni Heimir Ingólfsson (formaður), Ragnhildur Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir.

Upplýsingar um úthlutun eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica