Tónlistarsjóður - seinni úthlutun 2019

28.6.2019

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir seinna tímabil ársins 2019 (1. júlí – 31. desember). 

Tónlistarsjóður starfar skv. lögum nr. 76/2004 og er hlutverk sjóðsins að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.

Alls bárust 124 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar. Sótt var um rúmar 113 milljónir króna. Til úthlutunar úr Tónlistarsjóði þetta árið eru 69 milljónir króna. Þar af eru 21 milljón í föstum samningum til ársins 2020. Til úthlutunar í seinni úthlutun eru 24 milljónir.

Veittir eru styrkir til 63 verkefna að upphæð 24 milljónir króna. Hæstu styrkina, að upphæð ein milljón króna, hljóta Þjóðlagahátíð á Siglufirði og Listvinafélag Hallgrímskirkju. Sjö verkefni hljóta styrk að upphæð átta hundruð þúsund krónur: tónlistarhátíðin Miðnætursól í Bolungarvík, þátttaka íslenskra tónskálda í hátíðinni Ung Nordisk Musik í Svíþjóð, útgáfa á hljóðritunum Björns Ólafssonar fiðluleikara, tónlistarhátíð í minningu um Jóhann Jóhannsson tónskáld, tónleikaröð jazzklúbbsins Múlans í Hörpu, 15:15 tónleikasyrpan og píanónámskeið á vegum Evrópusambands píanókennara. Meðal annarra verkefna sem hljóta styrk má nefna tónleikaraðir á Akureyri, Ólafsfirði, Seyðisfirði og Dalvík, sönghátíð í Húsavíkurkirkju, röð barnatónleika á Norðurlandi og tónleika á Hinsegin dögum í Reykjavík.

Næsti umsóknarfrestur er 15. nóvember nk.

Listi yfir verkefni sem fá styrk*:

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Vilyrði
Alþýðuóperan, áhugamannafélag Corpo Surreal 600.000
Andrés Þór Gunnlaugsson Tónleikaferð í tilefni af útgáfu disks 300.000
Auður Gunnarsdóttir Im Treibhaus - Í gróðurhúsinu / samruni söngs og danshreyfingar 400.000
Auður Gunnarsdóttir Hvíslar mér hlynur 400.000
Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni - hádegistónleikar 500.000
Bador slf "Út um allt" - Tónleikaferðalag Kristjönu Stefáns og Svavars Knúts 400.000
Berglind María Tómasdóttir Verpa eggjum 200.000
Berjadagar, félag um tónlistarhátíð Berjadagar tónlistarhátíð 2019 400.000
Bláa Kirkjan -  sumartónleikar Tónleikaröð 2019 400.000
Camerarctica Kammertónleikar Camerarctica seinni hluti 2019 400.000
Dómkórinn í Reykjavík Niðjar Nordals og síðdegistónleikar í Dómkirkjunni 400.000
DreamVoices ehf. Ópera fyrir leikskólabörn 150.000
Einkofi Productions Is He On The Line...? Reykjavik Pride 200.000
Evrópusamband píanókennara Tónleikar og masterklassi á afmælisári EPTA 800.000
Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir Elísabetar hátíð 200.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Klassík í Vatnsmýrinni 200.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Velkomin heim - The Harpa Welcome Series 200.000
Guðmundur Steinn Gunnarsson Kynningarverkefni í tengslum við útgáfu „Sinfóníu“ í flutningi tónlistarhópsins Fengjastrúts 150.000
Guðrún Óskarsdóttir Sembal- og píanódúó 300.000
Gyða Valtýsdóttir Í Annarri Vídd 300.000
Hafnarborg, menn/listast.  Hafnarf. Hljóðön haustið 2019 – Sýndarrými #8 150.000
Halldór Smárason Markaðssetning og tónleikar í tilefni hljómplötuútgáfu 200.000
Helen Victoria Clifton Whitaker ALDAtrio 300.000
Helga Rós Indriðadóttir Heimþrá 150.000
Hildigunnur Halldórsdóttir f.h. 15:15 tónleikasyrpunnar 15:15 tónleikasyrpan 800.000
Hlíf Sigurjónsdóttir Björn Ólafsson konsertmeistari.
Varðveisla menningararfs
800.000
Hlökk Duo Harpverk & Hlökk 150.000
Hrafnkell Orri Egilsson Arioso - Bach fyrir selló og orgel 300.000
Icelandic Country Music Association Iceland Country Music Festival 2019 150.000
Ingi Bjarni Skúlason Ingi Bjarni: Tenging -
tónleikaferð vegna nýrrar útgáfu
300.000
Innri felustaður Innri felustaður 200.000
Kammerkór Norðurlands Kammerkór Norðurlands 20 ára 400.000
Kammerkórinn Cantoque Jóhannes í nýju ljósi -
Jóhannesarpassía Bachs með Cantoque Ensemble og Barokkbandinu Brák
500.000
Klassískir tónleikar Hinsegin daga Klassísku tónleikar Hinsegin daga 250.000
Kristín Þóra Haraldsdóttir Blóðhófnir - Útgáfutónleikar 250.000
Lárus Jóhannesson Tónlistarhátíð í minningu
Jóhanns Jóhannssonar
800.000
Leifur Gunnarsson Yngstu hlustendurnir 300.000
Les Fréres Stefson Snælda 400.000
Listasafn Íslands Sumartónleikar Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar 2019
400.000
Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju 37. starfsár 1.000.000
LungA- Listahátíð ungs fólks, AL LungA - Tónlistarveisla og aðrir tónlistarviðburðir 2019 500.000
Margrét Jóhanna Pálmadóttir Hásláttur, Sönghátíð Möggu Pálma í Húsavíkurkirkju 150.000
Maximus Musicus ehf. Sögustund með Maxa 300.000
Menningarfélagið Berg ses Klassík í Bergi 2019 - 2020 150.000
Múlinn - jazzklúbbur Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu 800.000
New Music For Strings á Íslandi Tónlistarhátíðin New Music for Strings á Íslandi 150.000
Óskar Guðjónsson ADHD 7 - eftirfylgni útgáfu í Evrópu sumarið 2019 500.000
Pan Thorarensen Extreme Chill Festival 2019 - Reykjavík 250.000
Pétur Björnsson Kammersveitin Elja: Örbylgjuklassík 500.000
Rut Ingólfsdóttir Tónlist í Fljótshlíðinni 150.000
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Syngjum saman: íslensk lög þýdd og túlkuð á íslenskt táknmál 200.000
Selvadore Rähni Tónlistarhátíðin Miðnætursól 800.000
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Raddir í loftinu 150.000
Smekkleysa S.M. ehf. Endurútgáfur á íslenskum tónlistarútgáfum 250.000
Stelpur rokka!, félagasamtök Music Empowerment Mobility & Exchange: Lokatónleikar alþjóðlegra rokkbúða á Hvanneyri 400.000
Strokkvartettinn Siggi South of the Circle 250.000
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2019 300.000
Söngsveitin Ægisif Hjálmar og Vasks - tónleikar Ægisifjar og Íslenskra Strengja 500.000
Tónlistarfélag Akureyrar Síðsumars- og hausttónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar 300.000
Töfrahurð Barnatónleikarhátið Töfrahurðar á Norðurlandi 500.000
Töframáttur tónlistar Töframáttur tónlistar 400.000
Ung nordisk musik Þátttaka Íslands í UNM í Piteå 2019 800.000
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3.-7. júlí 2019 1.000.000
Samtals   24.000.000

 

Tónlistarráð
Árni Heimir Ingólfsson, formaður, Ragnhildur Gísladóttir og Samúel Jón Samúelsson.

*Upplýsingar um úthlutun eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica