Tónlistarsjóður- seinni úthlutun 2021

15.6.2021

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir seinna tímabil ársins 2021.

Alls bárust 118 umsóknir upp á rúmlega 109 milljónir króna frá mismunandi greinum tónlistar.  Af þessum umsóknum styrkir Tónlistarráð alls 46 upp á  samtals 24.600.000 króna. Hæstu verkefnastyrki fá óperan Mærþöll, 1.500.000 kr. og Múlinn jazzklúbbur, 1.200.000 kr. Þá fá 1.000.000 kr. hvert: Andlag, vegna Sönghátíðar í Hafnarborg, Pera óperukollektíf vegna Óperudaga og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.

Skipting styrkveitinga

Styrkveitingar skipast þannig að 25 styrkir fara til hátíða eða tónleikaraða af ýmsum toga, vítt og breitt um landið, 9 styrkir fara til stakra tónleikaverkefna, 5 styrkir í verkefni fyrir börn og ungmenni þ.m.t. skólatónleika, 3 styrkir eru veittir til markaðssetningar og eftirfylgni á hljómplötum og 4 styrkir fara í önnur verkefni. Af þessum styrkjum fara 32  í verkefni tengd sígildri- og samtímatónlist, 6 styrkir í popp- og rokktónlist, 6 styrkir í jazztónlist og 2 styrkir fara í blönduð tónlistarverkefni.

Tónlistarsjóður starfar skv. lögum nr.76/2004 og er hlutverk sjóðsins að efla íslenska tónlist og
stuða að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.

Nafn umsækjenda Póstnr. Heiti verkefnis Úthlutun í kr.
Andlag slf. 101 Sönghátíð í Hafnarborg 1.000.000
Andrés Þór Gunnlaugsson 220 Síðdegistónar í Hafnarborg 800.000
Aulos 110 WindWorks - VindVerk tónlistarhátið 600.000
Austuróp - listhópur Fljótsdalshéraðs 700 Kammeróperan Kornið 400.000
Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni 101 Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni - hádegistónleikar 600.000
Bergrún Snæbjörnsdóttir 101 Agape á Sequences X 300.000
Berjadagar, félag um tónlistahátíð 625 Berjadagar klassisk tónlistarhátíð um Verslunarmannahelgina 400.000
Björg Þórhallsdóttir 107 Englar og menn - tónlistarhátíð Strandarkirkju 2021 400.000
Bláa Kirkjan sumartónleikar 700 Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2021 500.000
Camerarctica / Ármann Helgason 210 Kammertónleikar Camerarctica seinni hluti 2021 400.000
Elfa Kristinsdóttir ERL Ensemble Promena 400.000
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir 170 Bach, Boccherini og fleiri barokkbræður 400.000
Góli ehf. 800 Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 600.000
Hildigunnur Halldórsdóttir 210 15:15 tónleikasyrpan 500.000
Íslenska Schumannfélagið 200 Seigla, tónlistarhátíð 3.-7. ágúst 2021 400.000
Kristín M. Jakobsdóttir / Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr 450 Meistari Mozart og norrænar perlur 400.000
Kristjana Stefánsdóttir 107 Sjana syngur strákana (leikur að dægurforminu) 400.000
Listfélagið RASK 101 RASK Haust 2021 400.000
Listvinafélag Hallgrímskirkju 101 Jólaóratoría Bach flutt af Mótettunni, Alþjóðlegu Barokksveitinn og einsöngvurum undir stjórn Harðar Áskelssonar 1.000.000
Magnaðir ehf. 600 Tónlistarhátíðin Bræðslan 2021 500.000
Mikael Máni Ásmundsson 101 Nostalgíuvélin 350.000
Múlinn - jazzklúbbur 105 Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Tónlistarhúsinu Hörpu 1.200.000
Ómar Guðjónsson 210 Ómar fortíðar matreiddir á nýjan hátt 500.000
Óskar Guðjónsson 105 Kynning á fyrstu hljómplötu MOVE 400.000
Pera Óperukollektíf, félagasamtök. 104 Óperudagar 1.000.000
Pétur Albert Sigurðsson 470 í garðinum hjá Láru 500.000
Pétur Björnsson 101 Áramótatónleikar Elju 400.000
Post-menningarfélag 101 NORIS superclub 500.000
Post-menningarfélag 101 Hátíðni 3 - Tónlistarhátíð á Borðeyri 2021 500.000
Rut Ingólfsdóttir 861 Menningarstarf að Kvoslæk 400.000
Salóme Katrín Magnúsdóttir 101 Tónleikaferðalag um Ísland vegna útgáfu plötunnar We Are eftir Salóme Katrínu, RAKEL og ZAAR 400.000
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra 108 Syngjum saman: íslensk lög þýdd og túlkuð á íslenskt táknmál 400.000
Sequences-myndlistarhátíð 101 Ellen Fullman - The long string instrument, Rymjandi og Pendúlakór á Sequences X 500.000
Skálholtsstaður 806 Barna- og fjölskyldutónleikar í Skálholti - "Myndir á sýningu" 400.000
Solveig Lára Guðmundsdóttir 551 Sumartónleikar í Hóladómkirkju 400.000
Steingrímur Þórhallsson 200 Bach utan borgarinnar 400.000
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 600 Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2021 400.000
Tónlistarfélag Akureyrar 600 Haust-tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar og skólatónleikar 500.000
Töfrahurð sf. 200 Sögur draugsins Reyri- tónlistarsaga fyrir börn í Hofi 400.000
Una Sveinbjarnardóttir 107 LAST SONG 300.000
Ung nordisk musik 107 Þátttaka Íslands á UNM Århus 2021 400.000
Úlfur Eldjárn 102 Hamraborgin - Bolero fyrir Kópavog 500.000
VAX tónlistarútgáfa 104 VAX tónlistarútgáfa og kynningarstarf 2021-2022 350.000
ZHdK Strings ERL ZHdK Strings í Hörpu 600.000
Þjóðlagahátíð á Siglufirði 580 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 7.-11. júlí 2021 1.000.000
Þórunn Guðmundsdóttir /
Animato
105 Mærþöll - ævintýraópera 1.500.000
 Samtals:   24.600.000








Þetta vefsvæði byggir á Eplica