Auglýst er eftir umsóknum í Erasmus+ náms- og þjálfunar­verkefni á sviði starfs­menntunar

29.8.2016

Viðbótar umsóknarfrestur fyrir árið 2016 í flokkinn Nám og þjálfun á sviði starfsmenntunar verður þann 4. október kl. 10:00

Nám og þjálfun veitir nemendum í starfsmenntun og starfsfólki starfsmennta­stofnana og fyrirtækja tækifæri til að sinna námi, starfsþjálfun og kennslu í 33 Evrópu­löndum.

Þetta er annar umsóknarfrestur ársins þannig að aðeins aðilar sem ekki hafa fengið úthlutun í þessum verkefnaflokki á árinu geta sótt um styrk.

Nánari upplýsingar og umsóknargögn

Kynningarmyndbönd  

Athugið að í myndböndunum er vísað til umsóknarfrests í febrúar en reglurnar og leiðbeiningarnar eiga að öðru leyti við um umsóknarfrestinn í október.

Starfsmenntun– nám og þjálfun

Starfsmenntun– umsóknareyðublaðið

Þetta vefsvæði byggir á Eplica