Uppbyggingarsjóður EES í Póllandi auglýsir eftir umsóknum

15.7.2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir Uppbyggingarsjóðs EES í samstarfi við Pólland vegna vinnustofu fyrir rannsakendur í formi IdeaLab undir þemanu "Managing threats" – með áherslu á hnattvæðingu, tækniþróun, umhverfismál og loftslagsbreytingar, lýðfræðilegar breytur og fólksflutninga, og landfræðipólitískan óstöðugleika. 

  • EEA-grants

Markmið IdeaLab vinnustofunnar er að tengja rannsakendur frá öllum fræðasviðum og byggja upp þverfagleg samstarfsverkefni á milli pólskra rannsakenda við íslenska, norska og/eða liechtensteinskra aðila. Umsóknarfrestur er 19. ágúst 2019 (24.00 CEST).

Uppbyggingasjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki.

Nánari upplýsingar má finna hér

Tengiliður hjá Rannís: Egill Þór Níelsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica