Uppbyggingarsjóður EES: Gagnlegur fundur á vegum menningarsviðs tékknesku landskrifstofunnar

12.5.2023

Menningarsvið tékknesku landskrifstofunnar fyrir Uppbyggingarsjóð EES, fundaði hjá Rannís dagana 3. og 4. maí, með þátttöku norskra og íslenskra menningarskrifstofa, tengiliða sjóðsins.
  • Uppbyggingarsjodur-EES-heimsokn-mai-2023

Alls voru þátttakendur 11, fimm frá Tékklandi, fjórir frá Noregi og tveir frá Íslandi. 

Á fundinum var farið yfir stöðu sjóðsins sem hefur að mestu verið tæmdur til verðugra verkefna sem flest hafa gengið mjög vel. Fjölbreytt verkefni hafa verið styrkt í Tékklandi, með og án þátttöku gjafalanda á flestum sviðum menningar og lista. 

Yfirlit yfir styrkt verkefni 

Fundargestir heimsóttu eftirfarandi þrjú verkefni sem íslenskir aðilar hafa tekið þátt í:

  • List án landamæra – Art Without Borders
    • Heiti verkefnis: Other Knowledge. International research and exhibition program of Gallery MeetFactory with focus on non-normative learning og jamming workshop sem byggir á inngildingu listamanna með fötlun.
  • Kvennasögusafn Íslands 
    • Heiti verkefnis: - From Eliška Krásnohorská to Jiřina Šiklová: In the footsteps of female education.
  • Náttúrufræðistofa Kópavogs 
    • Heiti verkefnis: „Let´s explore, feel and enjoy forest at Castel in Kostelec nad Černými lesy“

Listasafn Íslands tók vel á móti gestum, með áhugaverðri leiðsögn um sýningarsali.  

Hópurinn endaði svo heimsókn sína til Íslands á léttri göngu við Geldingadalshraun. Gestir höfðu óskað eftir að sjá nýja hraunið og fannst mikið til þess koma og einstök upplifun að sjá þetta jarðfræðilega undur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica