Upplýsingafundur Digital Europe um opin köll á sviði tungumálatækni

1.3.2024

Þann 5. mars næstkomandi verða kynnt þrjú ný Digital Europe köll á sviði tungumálatækni (Alliance for Language Technologies and Open-Source Foundation Model).

Markmið fundarins er að veita nánari upplýsingar um köllin.

Farið verður yfir:

  •  kröfur
  • umsóknarferli 
  • mögulegan ávinning með þátttöku í verkefnunum

Viðburðurinn er á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fjarskiptanet og tækni (CNCT). 

Þessar aðgerðir Digital Europe miða að því að byggja upp vistkerfi í kringum stór tungumál og gervigreind í Evrópu með það að markmiði að veita vettvang fyrir örugga nýtingu og miðlun evrópskra gagna.

Nánari upplýsingar um fundinn ásamt fundarhlekk 

Þátttakendum er boðið upp á tækifæri til þess að kynna hugmyndir að verkefnum. Þau sem hafa áhuga á að kynna verkefni er bent á að senda tölvupóst á netfangið CNECT-ALT-FOUNDATION-DEP-INFO-DAY@ec.europa.eu

Upplýsingar um köllin má finna hér:

Call DIGITAL-2024-AI-06-LANGUAGE-01

Call DIGITAL-2024-AI-06-LANGUAGE-02

Call DIGITAL-2024-AI-06-FINETUNE









Þetta vefsvæði byggir á Eplica