Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni til verkefna sem hefjast árið 2016

28.6.2016

Alls bárust 654 umsóknir um styrki og hlutu 395 verkefni brautargengi. Úthlutunarhlutfall var frekar hátt að þessu sinni eða 60%. Alls var úthlutað 10.1 milljónum evra sem skiptist milli 2.871 stofnanna sem taka þátt í samstarfsverkefnum og námsferðum.

Nordplus er menntaáætlun Norræna ráðherraráðsins og veitir styrki til samstarfs innan Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á öllum stigum menntunar.

Verkefnin  sem fengu styrk í hverjum flokki fyrir sig.  Veljið 2016 til að sjá lista yfir öll verkefnin.

Sérstakt ánægjuefni er að sjá hve margar íslenskar stofnanir eru þátttakendur í þessari norrænu menntaáætlun en Rannís hefur umsjón með Nordplus á Íslandi og er einnig umsýsluaðili fyrir tungumálahlutanum.

Hægt er að nálgast frétt um úthlutunina á heimasíðu Nordplus áætlunarinnar á ensku og á dönsku .









Þetta vefsvæði byggir á Eplica