Úthlutun styrkja í flokki fjölþjóðlegra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2016

31.8.2016

Rannís hefur úthlutað rúmlega 2,1 m.evra, eða um 283 m.kr., til 14 fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Hæsta styrkinn hlaut Landbúnaðarháskóli Íslands, rúmar 38 m.kr. eða um 290 þús. evrur fyrir verkefnið „Safe Climbing“.

  • Forsvarsmenn verkefnisins Safe Climbing við undirritun samnings. Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Björgvin Eggertsson verkefnisstjóri, Ágústa Erlingsdóttir verkefnisstjóri, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, Guðríður Helgadóttir forstöðumaður og Hannes Snorrason frá Vinnueftirliti ríkisins.

Rannís hefur úthlutað rúmlega 2,1 m.evra, eða um 283 m.kr., til 14 fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Hæsta styrkinn hlaut Landbúnaðarháskóli Íslands, rúmar 38 m.kr. eða um 290 þús. evrur fyrir verkefnið „Safe Climbing“. Verkefnið er á sviði skógræktar og fjarkennslu. Þróa á námsefni um umhirðu skóga með áherslu á öryggisatriði og tækni við trjáfellingar. Markhópurinn eru nemendur og fólk sem starfar í greininni. Sérstök áhersla er lögð á aðgengilegt rafrænt námsefni sem að miklu leyti verður byggt upp á sjónrænu efni. Stefnt er að því að nemendur og kennarar fái evrópska vottun að námi loknu.

Styrkt voru verkefni á öllum skólastigum. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og má meðal annars nefna mannúð og umburðarlyndi í fjölþjóðlegu umhverfi, geðheilbrigði, alþjóðlegt listnám,  ferðaþjónustu, heilsueflingu barna, frumkvöðlanám og aukin lífsgæði. Að verkefnunum standa 14 fræðslu- og menntastofnanir og fyrirtæki í 28 Evrópulöndum. Alls bárust 24 umsóknir um styrk samtals að upphæð 575 m.kr. eða 4,3 m.evra.


Listi yfir styrkþega og verkefni*

Fullorðinsfræðsla

Fulltrúar verkefna í fullorðinsfræðslu ásamt  verkefnisstjóra fullorðinsfræðsluhlutans, Margréti K. Sverrisdóttir (til vinstri) og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Landskrifstofu Erasmus + á Íslandi

Styrkþegi Heiti umsóknar Upphæð í evrum
MÍMIR Símenntun ehf. Intrercultural Skills and Learning Activities for New Development 138.420
Inter Cultural Ísland I am not a racist, but... Anti-discrimination training for unmotivated and resistant adults 126.090
EVRIS Foundation ses. Catch the BALL - Create a Dynamic Third Age 177.537
Samtals   442.047

Háskólastig

Fulltrúar verkefna í háskólahlutanum, ásamt verkefnisstjóra háskólahluta Erasmus+, Óskari E. Óskarssyni, til vinstri, og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Landskrifstofu Erasmus + á Íslandi.

 

Styrkþegi Heiti umsóknar Upphæð í evrum
Listaháskóli Íslands NAIP: Training Artists Without Borders 270.090
Háskóli Íslands Co-Produced Mental Health Nursing Education 203.324
Samtals   473.414

Leik-, grunn- og framhaldsskólastig

F.v. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir Djúpavogsskóla, Þóra Sigrún Hjaltadóttir og Ásta Katrín Helgadóttir Heilsu­leikskólanum Háaleiti, Bertha S. Sigurðardóttir Verslunarskóla Íslands, Kristín Harðardóttir HÍ, Sigurður Freyr Sigurðsson Síðuskóla, Steingrímur Benediktsson og Guðrún Lind Gísladóttir Fjölbrautaskólanum Akranesi, Ágúst Ingþórsson forstöðumaður Land­skrifstofu Erasmus + hjá Rannís og Andrés Pétursson sérfræðingur hjá Rannís.

Styrkþegi Heiti umsóknar Upphæð í evrum
Djúpavogsskóli Implementing the ideology of Cittaslow in shools 69.050
Fjölbrautaskóli Vesturlands Think, Act, Work Sustainable 114.080
Grunnskóli Vestmannaeyja Meet up with the future 110.500
Háskóli Íslands Practical Entrepreneurial Assessment Tool for Europe  91.060
Heilsuleikskólinn Háaleiti What´s your moove? -early intervention through physical activity and the YAP model to promote future wellbeing of disabled children 46.920
Síðuskóli Traces of Europe 184.805
Verzlunarskóli Íslands Welcome to My City 119.610
Samtals   736.025

Starfsmenntun

Ágúst Hjörtur Ingþórsson,

forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus + á Íslandi ásamt fulltrúum verkefna í starfsmenntahlutanum og verkefnisstjóra starfsmenntahluta Erasmus+, Margréti Jóhannsdóttur.

 

 

 

 

 

Styrkþegi Heiti umsóknar Upphæð í evrum
Sfs fræðsla og ráðgjöf / Step by step Minds into Matter - the "Book of Business" sustainable training tool in the  tourist industry 203.313
Landbúnaðarháskóli Íslands Safe Climbing 291.079
Samtals   494.392

Verkefnisstjórar við undirritun samninga í höfuðstöðvum Rannís í Borgartúni.

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica