Úthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga 2024

12.2.2024

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga á árinu 2024.

Alls barst 21 umsókn frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna og fengu 20 þeirra styrk. Ráðuneytið hækkaði upphæð til úthlutunar um tæplega 28 m.kr. frá fyrra ári og úthlutaði alls 261,04 m.kr. til íslenskukennslu á árinu. Samtals fengu fyrirtæki og stofnanir styrki til þess að halda 794 námskeið fyrir 9332 nemendur á árinu 2024.

Nafn stofnunar

Fjöldi

námsk.

Fjöldinem. Úthlutun kr.
Austurbrú 26 286 8.845.200
Betri árangur 8 104 2.980.800
Farskólinn – Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra 7 70 2.268.000
Framvegis 60 90 2.430.000
Fræðslumiðstöð Vestfjarða 18 180 5.832.000
Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi 35 382 11.858.400
Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja ses 9 90 2.916.000
Icelandic Outdoors 3 30 972.000
Landspítali 6 60 1.944.000
MSS – Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 82 820 26.568.000
Mímir-símenntun 151 1812 45.773.920
Múltikúlti-íslenska 132 1320 36.335.000
Retor sf. Fræðsla 82 1230 33.210.000
Reykjavíkurborg 6 120 2.916.000
Saga-Akademía 32 320 10.368.000
Samband íslenskra kristniboðsfélaga 13 170 6.075.000
Símenntun á Vesturlandi 15 260 6.642.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar 34 390 11.826.000
Tungumálaskólinn ehf. 112 1428 35.773.920
Þekkingarnet Þingeyinga 17 170 5.508.000
794 9332 261.042.240








Þetta vefsvæði byggir á Eplica