Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði fyrir árið 2022

20.1.2022

Alls bárust sjóðnum 28 umsóknir þar sem samtals var sótt um 922 milljónir króna. Sótt var um alls 629 milljónir til 5 verkefna á vegvísi, og um 293 milljónir til 23 verkefna utan vegvísis.

  • Iss_6429_03132

Styrkir til verkefna á vegvísi eru talsvert viðameiri en almennir styrkir. Öll verkefnin 5 af vegvísi hlutu styrk auk 11 almennra verkefna, samtals rúmlega 537 milljónir króna. Þetta er næst stærsta úthlutun úr sjóðnum frá upphafi. Um 84% styrkupphæðarinnar fara til vegvísaverkefna. Í boði fyrir almenn verkefni voru fjórar styrktegundir:

  • Tækjakaupastyrkur
  • Uppbyggingarstyrkur
  • Uppfærslu/viðhaldsstyrkur
  • Aðgengisstyrkur

Veittir voru sjö tækjakaupastyrkir, þrír uppbyggingarstyrkir og einn uppfærslu/viðhaldsstyrkur. Engin umsókn barst um aðgengisstyrk.

Listi yfir úthlutun úr Innviðasjóði 2022

Nánari greining á umsóknum og styrkjum er að finna á vefsíðu Innviðasjóðs.

Innviðir á vegvísi 2022

Stofnun Forsvarsmaður Heiti verkefnis Veitt í kr.
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Óttar Rolfsson Efnagreining – frá frumefnum til lífsameinda (EFNGREIN) 68.319.985
Háskóli Íslands Hans Tómas Björnsson Frá sameindum til sniðlækninga: heildstæð aðstaða fyrir nútíma lífvísindi. 110.013.578
Háskóli Íslands Guðmundur H Kjærnested Icelandic Research e-Infrastructure (IREI) 101.347.258
Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Ólöf Garðarsdóttir MSHL - annað stig 85.450.485
Raunvísindastofnun Unnar Bjarni Arnalds Vegvísir í efnisvísindum og efnisverkfræði 86.230.639
    Alls 451.361.945

Tækjakaupastyrkir

Stofnun Forsvarsmaður Heiti verkefnis Veitt í kr.
Landbúnaðarháskóli Íslands Alejandro Salazar Villegas A portable Trace Gas Analyzer (LI-7810) to extensively measure CH4 and CO2 fluxes in Iceland 5.068.962
Landbúnaðarháskóli Íslands Friederike Dima Danneil Búveðurstöð 6.070.500
Raunvísindastofnun Ármann Höskuldsson Camsizer X2, fínkornagreinir 12.846.408
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Kristín Briem Ný og öflug tæki til þrívíddarhreyfigreiningar tryggja áframhaldandi rannsóknir á sviði hreyfivísinda. 9.408.630
Arctic Therapeutics ehf. Hákon Hákonarson Sérhæfður myndgreiningarskanni og IEF rafdráttartæki 2.621.254
Háskóli Íslands - VON Elín Ásta Ólafsdóttir Tækjabúnaður fyrir mælingar á lágtíðni yfirborðsbylgjum til ákvörðunar á tæknilegum stikum jarðvegs 3.709.594
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Már Másson Tölvustýrð efnasmíðastöð fyrir samhliða efnasmíð og þróun efnaferla 8.136.975
    Alls 47.862.323

Uppbyggingarstyrkir

Stofnun Forsvarsmaður Heiti verkefnis Veitt í kr.
Hagstofa Íslands Arndís Vilhjálmsdóttir Iðunn – aðgengi að gögnum Hagstofu Íslands til vísindarannsókna. 11.890.622
Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Guðmundur Jónsson Gagnagrunnur um samfélagsgerð á Íslandi í upphafi 18. aldar 4.045.500
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Bjarni Kristófer Kristjánsson Færanleg rannsóknarstofa til sjávar- og vatnarannsókna á Íslandi 9.933.958
    Alls 25.870.080

Uppfærslu/viðhaldsstyrkur

Stofnun Forsvarsmaður Heiti verkefnis Veitt í kr.
Matís Ólafur Héðinn Friðjónsson HPLC fyrir hreinsun próteina, sykra, glykósíða og annarra lífefna 12.243.231
    Alls 12.243.231

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica