Úthlutun til samstarfsverkefna Jules Verne 2018

8.2.2018

Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja úr Jules Verne sem er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna. 

Menntamálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd verkefnisins. Veittir eru styrkir til ferða- og dvalarkostnaðar fyrir vísindamenn til gagnkvæmra heimsókna.

Á sameiginlegum fundi fulltrúa landanna þann 22. janúar sl. var samþykkt úthlutun styrkja til verkefna. Alls bárust 10 umsóknir og var ákveðið að styrkja 6 þeirra. *

 

Úthlutun til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmda 2018-2019

Verkefnisstjóri Stofnun/háskóli Verkefni
Alexander Helmut Jarosch Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Subglacial Hydrology
Samstarfsaðili í Frakklandi: Oliver Gagliardini Institut des Géosciences de l'Environnement (IGE)
Andri Stefánsson Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Tracing Volcanic eruptions and Geothermal Energy Production Using Sulfur Fluids and Magmas
Samstarfsaðili í Frakklandi: Gleb Pokrovski Geoscience Environment Toulouse (GET)
Freysteinn Sigmundsson Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Geothermal Area Investigation by Advancing the understanding of relationships between Mineralogy, Electrical properties and hydroThermal Activity
Samstarfsaðili í Frakklandi: Pierre Briole Laboratoire de Géologie - Ecole Normale Superieure (ENS)
Oddur Vilhelmesson Háskólinn á Akureyri The Icelandic landscapes as a source of bioaerosols that facilitate rain and snowfall on the European continent
Samstarfsaðili í Frakklandi: Cindy Morris INRA, Plant Pathology Research Unit - PACA
Pauline Bergsten Matís ohf. ICE and Fire Interaction in Iceland
Samstarfsaðili í Frakklandi: Aurélien Lecoeuvre Institut de Physique du Globe de Paris
Sólveig R Olafsdottir Hafrannsóknastofnun The hydrological cycle in (sub)polar regions from oceanographic and atmospheric research
Samstarfsaðili í Frakklandi: Gilles Reverdin LOCEAN

* Með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica