Úthlutun til samstarfsverkefna Jules Verne 2024-2025

31.1.2024

Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja úr Jules Verne sem er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna. 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd verkefnisins. Veittir eru styrkir til ferða- og dvalarkostnaðar fyrir vísindamenn til gagnkvæmra heimsókna.

Á sameiginlegum fundi fulltrúa landanna var samþykkt úthlutun styrkja til verkefna. Alls bárust 17 umsóknir og ákveðið var að styrkja fimm þeirra.

Heildarúthlutunin var 4 milljónir kr. og hlaut hver styrkþegi 800 þúsund kr. sem ætlað er til greiða ferða- og dvalarkostnað vísindamanna vegna gagnkvæmra heimsókna á tímabilinu 2024 og 2025. 

Björn Þór Jónsson Háskólinn í Reykjavík Big Data Management in Multimedia exploration in Virtual Reality (Identity)
Samstarfsaðili: Laurent d'Orazio French Institute: Institut de Recherche en Informatique et Systémes Aléatoires (IRISA)
Ármann Höskuldsson University of Iceland, School of Engineering and Natural Science Dynamics of Plinan basalic erupions from field reconstruction and physical modelling of historical plumes
Samstarfsaðili: Guillaume Carazzo French Institute: Université Paris Cité, Institut de Physique du Globe de Paris
Catherine Chambers University Centre of the Westfjords History of Basque whalers in Iceland
Samstarfsaðili: Denis Laborde French Institute: CNRS - UAR/EHESS
Eiríkur Steingrímsson University of Iceland, Faculty of Medicine Functional role of intrinsically disordered regions in MITF
Samstarfsaðili: Lionel Larue French Institute: Developpement Normal et Pathologique de Melanocytes Institut Curie
M Garguiulo Paolo Reykjavik University, Institute of Biomedical and Neural Engineering EEG Signature of Postural Control
Samstarfsaðili: M. Hassan Mahmoud French Institute: INSERM
Þetta vefsvæði byggir á Eplica