Úthlutun úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2021

18.6.2021

Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2021 en umsóknarfrestur rann út 29. apríl síðastliðinn.

Styrkveitingar voru kynntar föstudaginn 18. júní í Björtuloftum í Hörpu, þar sem forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, veitti styrkina við formlega athöfn.

Markmið Jafnréttissjóðs er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu, en sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna árið 2015.

Alls barst 81 umsókn í sjóðinn. Úthlutað var 25 milljónum króna í styrki til 8 verkefna.

Rannsóknaverkefni

Nafn Verkefni Upphæð kr.
Valgerður Guðmundsdóttir The Nordic concept of gender equality and ‘The Other' 4.000.000
Soroptimistaklúbbur Suðurlands Sigurhæðir 4.000.000
Berglind Hólm Ragnarsdóttir Working- Class women, Well-being and the Welfare State: New Evidence from the Icelandic Context 4.000.000
Varða - Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins ses. NEET hópurinn: Upplifanir og reynsla ungra kvenna af erlendum uppruna 1.700.000

Kynningar- og fræðsluverkefni

Nafn Verkefni Upphæð kr.
Stígamót Sjúkást spjallið - netspjall fyrir unglinga um ofbeldi 5.000.000
Landsbókasafn -Háskólabókasafn Frumskjöl í almannarými: Rauðsokkahreyfingin - skjala- og upplýsingavefur 3.000.000
Hildur Fjóla Antonsdóttir Réttlæti handan refsiréttar: Hvernig mætum við réttlætishagsmunum þolenda kynferðisofbeldis? 1.700.000
Forréttindi ehf Jafningjanámskeið Tabú fyrir fatlaðar konur af erlendum uppruna 1.600.000

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica