Úthlutun úr Loftslagssjóði í mars 2023

31.3.2023

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við fjórðu úthlutun úr sjóðnum.

Sjóðurinn heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og er hlutverk hans að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.

Alls bárust 65 umsóknir sem stóðust formkröfur, og var sótt um alls rúmar 715 milljónir króna.

Þar sem mjög fáar umsóknir féllu að áherslum stjórnar að þessu sinni, eins og þær voru settar fram í handbók, var ákveðið að styrkja aðeins tvö verkefni, fyrir 26.240 þús. kr.

Því hefur verið ákveðið að auglýsa aftur eftir umsóknum í sjóðinn. Verður það auglýst á vef Rannís og sjóðsins. Stefnt er að opnun fyrir umsóknir í byrjun maí, með umsóknarfrest 15. júní 2023.

Svör hafa verið send á netföng verkefnisstjóra.

Nýsköpunarverkefni

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Umsótt upphæð (kr.)
Framleiðsla á endurnýjanlegum kolefnisneikvæðum byggingarvörum með því að endurvinna gler og byggingarúrgang. Rockpore ehf. 11.240.000
Orkusparnaður á togveiðiskipum Optitog ehf 15.000.000








Þetta vefsvæði byggir á Eplica