Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2025
Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2025. Alls bárust 381 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 64 þeirra styrktar eða tæp 17% umsókna.
Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu.
Styrkveitingar til nýrra verkefna nema á þessu ári rúmum 1.1 milljarði króna, en þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára verður heildarkostnaður vegna þeirra tæplega 3.2 milljarðar króna á árunum 2025-2027.
Hér á eftir er yfirlit yfir skiptingu milli styrktegunda. Frekari greiningu er að finna á vef Rannsóknasjóðs . Upphæðir geta breyst við samningagerð og eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.
Öndvegisstyrkir
Alls bárust 27 umsóknir um öndvegisstyrki og voru 2 styrktar eða 7,4% umsókna.
| Verkefnisstjóri | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Jose Augusto Belchior Alves | Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra | Kynslóðaskipti: Áhrif æskunnar á viðbrögð stofna við umhverfisbreytingum | 63.268.162 |
| Margrét Helga Ögmundsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Hlutverk ATG7 í efnaskiptum briskrabbameina | 54.965.000 |
Verkefnisstyrkir
Alls bárust 171 umsóknir um verkefnisstyrki og voru 29 styrktar eða 17% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði (23%)
| Verkefnisstjóri, aðalrannsakendur | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Anna Bergljót Gunnarsdóttir | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Staðbundin bygging og jónaleiðni í myndlausum garnet-efnum fyrir þéttefnisrafhlöður | 23.571.250 |
| Alberto Caracciolo | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Bergfræði og fornsegulfræði Reykjanesskaga: Þýðing fyrir náttúrvá af völdum yfirstandandi eldgosatímabils (PRIORITY) | 25.844.687 |
| Jón Tómas Guðmundsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Áhrif segulsviðs og sjálfspætunar á agnaflæði að ræktunaryfirborði í HiPIMS afhleðslu | 25.353.750 |
| Samuel Warren Scott | Raunvísindastofnun | HYCOMA: Þáttur jarðhitavökva í kælingu innskota | 10.797.500 |
| Gianluca Levi, Hannes Jónsson | Raunvísindastofnun | Tölvureikningar á rafeindaflutningi og tilfærslu atóma í ljósdrifnum sameindakerfum fyrir bætta nýtingu á sólarorku | 23.323.750 |
Verkfræði og tæknivísindi (18%)
| Verkefnisstjóri, aðalrannsakendur | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Magnús Már Halldórsson | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Flækjustig netalitunar | 23.007.000 |
| Christoph Lohrmann | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Um framkvæmd á safnbreytuvali og beitingu þess við spár á hlutabréfamarkaði | 20.030.000 |
| Hlynur Stefánsson | Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild | Örplast í jöklum | 24.633.000 |
| Gabriele Cavallaro, Jón Atli Benediktsson, Magnús Örn Úlfarsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Blönduð Skammta-Klassísk Vinnuflæði fyrir Jarðvöktun: Nýting Stakverktæknikerfa og Stafræn-Hliðrænna Skammtakerfa | 19.891.250 |
| Atefe Darzi | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Skammtíma forspárkerfi fyrir jarðskjálftavirkni vegna eldvirkni á Reykjanesi | 26.085.000 |
| Younes Abghoui | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Hönnuð fyrir framúrskarandi gæði: Þróun anóðuelektroðna fyrir yfirburðalega rafhlöðunýtingu |
25.075.000 |
| Birgir Hrafnkelsson | Raunvísindastofnun | Hámarksúrkoma með stuttum varanda í breytilegu köldu loftslagi | 23.952.377 |
Náttúru- og umhverfisvísindi (14%)
| Verkefnisstjóri, aðalrannsakendur | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Kalina Hristova Kapralova | Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum | Erfðafræðilegur grunnur smækkunar | 24.500.000 |
| Arnar Pálsson, Benedikt Hallgrímsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Lögun lífveranna: áhrif erfða og umhverfis á þroskun þegar þróun gerist hratt | 23.804.250 |
| Egill Erlendsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Birkiskógar Íslands í fortíð og framtíð | 27.521.750 |
Lífvísindi (17%)
| Verkefnisstjóri, aðalrannsakendur | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Pétur Orri Heiðarsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Næsti Fasi frumkvöðlaþáttarins Sox2: Tengsl fasaaðskilnaðar, litnisopnunar, og frumuendurforritunar | 23.590.970 |
| Erna Magnúsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Undirbúningur litnis fyrir frumkímfrumuörlög af hendi RHOX umritunarþátta | 25.087.500 |
| Valborg Guðmundsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Tímaháðar breytingar prótína og DNA-metýlunar í þróun Alzheimer sjúkdóms | 25.680.000 |
| Krishna Kumar Damodaran | Raunvísindastofnun | Amínósýru-rhodium efnasambönd sem krabbameinslyf | 17.142.500 |
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (15%)
| Verkefnisstjóri, aðalrannsakendur | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Urður Njarðvík | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Tilfinningastjórnun sem stýribreyta í tveimur mismunandi meðferðum fyrir börn með mótþróaþrjóskuröskun: Slembuð klínísk samanburðarrannsókn | 17.617.500 |
| Unnur Anna Valdimarsdóttir, Thor Aspelund | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Forspárþættir og heilsufarslegar afleiðingar lýtaaðgerða meðal íslenskra kvenna | 23.298.750 |
| Valtýr Stefánsson Thors, Ásgeir Haraldsson | Landspítali-háskólasjúkrahús | Áhrif sýklayfja á virkni ónæmiskerfis nýbura | 5.031.250 |
Félagsvísindi og menntavísindi (14%)
| Verkefnisstjóri, aðalrannsakendur | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Valdimar Sigurðsson, Jacob Lund Orquin | Háskólinn í Reykjavík - Viðskiptadeild | Uppbygging athyglisstjórnunar og beiting hennar við markaðssetningu á heilsu og sjálfbærni | 27.008.500 |
| Sabrina Hansmann-Roth | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | The influence of learning about stimulus variability and uncertainty and their contributions to serial dependence | 24.136.250 |
| Már Wolfgang Mixa | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Peningar, sparnaður, og hreyfanleiki á milli Póllands og Íslands | 21.487.000 |
| Sigríður Björk Þormar, Linda Bára Lýðsdóttir | Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild | Áhrif eldgos og umbrota á andlega líðan björgunarsveitarfólks á Íslandi | 22.348.150 |
Hugvísindi og listir (20%)
| Verkefnisstjóri, aðalrannsakendur | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Árni Daníel Júlíusson | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Eyðibyggðir miðalda | 22.840.000 |
| Árni Heimir Ingólfsson | ReykjavikurAkademian | Módernismi í íslenskri tónlist, 1945–1980. Tónverk, áhrifavaldar, stjórnmál, viðtökur | 14.600.000 |
| Margrét Eggertsdóttir, Haukur Þorgeirsson, Katelin Marit Parsons | Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Byltingin að ofan? Alþýðuvæðing rímna á lærdómsöld | 20.206.250 |
Nýdoktorsstyrkir
Alls barst 58 umsókn um nýdoktorsstyrki og voru 10 þeirra styrktar eða 17,2% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði (10%)
| Nýdoktor | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Diego Roberto Hidalgo Tecay | Raunvísindastofnun | Óafstæðileg þyngdarfræði og hreyfifræði Carroll strengja í nærveru svarthola | 14.162.500 |
Verkfræði og tæknivísindi (10%)
| Nýdoktor | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Farnaz Bayat | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Nýtt eðlisfræðilegt sprungulíkan af Tjörnes brotabeltinu og endurmat skjálftavárlíkinda á Norðurlandi (NORTHAZ) | 14.165.000 |
Lífvísindi (33%)
| Nýdoktor | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Nhung Hong Vu | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Hvernig eykur kímlínustökkbreytingunni E318K í MITF líkurnar á myndun sortuæxla? | 13.875.000 |
Félagsvísindi og menntavísindi (30%)
| Nýdoktor | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Ivan Makarov | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Titrandi Tónlist | 13.487.500 |
| Nam Hoai Vu Dang | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Verðmat óáþreifanlegra gæða: Landfræðilegt og aðferðafræðilegt framlag með tekjuuppót | 13.765.000 |
| Rosemary Erin Haskell | Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild | Vísindaleg nálgun byggð á gögnum til að skilja kynbundin viðbrögð við mótlæti snemma á lífsleiðinni | 12.528.000 |
Hugvísindi og listir (18%)
| Nýdoktor | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Cecilia Rose Collins | Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild | Flæktir lífsþræðir: Ný sjónarhorn í faraldra og samhliða nærringaskort með þrívíddar myndgreiningu á Norðurslóðum | 14.368.750 |
| Sólveig Ólafsdóttir | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Í skjól undan storminum. Nútímavæðing umönnunar viðkvæmra einstaklinga í upphafi 20. aldar | 14.160.000 |
| Elena Callegari | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Samspil setningafræði: Könnun tungumáls í gegnum flækjukerfi | 14.165.000 |
| Alfonso García Lapeña | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Sönnunargögn, sannleikur og skýringar í vísindum | 14.208.325 |
Doktorsnemastyrkir
Alls bárust 125 umsóknir um doktorsnemastyrki og voru 23 styrktar eða 18,4% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði (19%)
| Doktorsnemi | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Reed Patrick Acton | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Frá hlutum til mótanna milli hluta til að upplýsa um fínni uppbyggingu umraðanna | 8.979.000 |
| Diana Brum Da Silveira Gibert Alvarez | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | RSRR rein norður gosbeltisins, Gígar og sigdalir: Kvikuvirkni, eldvirkni og höggun á EvrAsíu mörkum flekamóta norðausturlands | 9.990.000 |
| Ira Volkova | Raunvísindastofnun | Fjölliður úr CO2 og niðurbrjótanlegum úrgangi | 9.999.900 |
Verkfræði og tæknivísindi (17%)
| Doktorsnemi | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Vasiliki Kyriakou | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Áhrif takmarkaðrar brigðgengni á tjáningargetu og afstæðan flækjustig sjálfvirka með takmarkað minni | 8.979.000 |
| Antonio Vazquez Prudencio | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Rannsóknir á hreinsunarferlum í álbráð með laser-örvaðri litrófsgreiningu | 10.000.000 |
| Bahadir Turkyilmaz | Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild | Hitaeiginleikar og Lagrangísk Dreifing í Blönduðum Ókyrrð | 8.979.000 |
| Seyed Javad Fattahi | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Mögnun jarðvegssniða við jarðskjálfta á skjálftasvæði Suðurlands: Þróun frá tilraunastofuprófunum að kvörðuðu jarðvegslíkani | 9.990.000 |
Náttúru- og umhverfisvísindi (15%)
| Doktorsnemi | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Lieke Ponsioen | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Leyndardómur fiskanna í Þingvallavatni: upplýsa um vistnýtingu laxfiska með hljóð-fjarmælingum, fjarkönnunum og vélnámi | 9.990.000 |
| Marco Mancini | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Maurar á íslenskum háhitasvæðum: dreifing, vistfræði, stofnerfðafræði og saga Hypoponera eduardi og Hypoponera egratandria | 9.990.000 |
Lífvísindi (18%)
| Doktorsnemi | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Sana Gadiwalla | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Umritunarstjórn á mótanleika taugafrumna lyktarskyns | 9.780.000 |
| Milan Pieter Paul De Putter | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | RHOX5 og RHOX6 í stjórnun umframerfða á hæfni til ákvörðunar kímlínunnar | 9.999.900 |
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (22%)
| Doktorsnemi | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Unnur Jakobsdóttir Smári | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | ADHD hjá konum - geðheilbrigði og fylgiraskanir yfir lífsskeiðið | 9.780.000 |
| Oddný Brattberg Gunnarsdóttir | Landspítali-háskólasjúkrahús | Íslenska ofvaxtarhjartavöðvakvilla verkefnið: Rannsókn á arfberum MYBPC3 landnemastökkbreytingarinnar | 7.321.560 |
Félagsvísindi og menntavísindi (16%)
| Doktorsnemi | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Sæberg Sigurðsson | Háskóli Íslands - Menntavísindasvið | Kennsluhættir í starfsnámi á Íslandi - áskoranir á síbreytilegu landslagi | 9.999.990 |
| Helena Rakel Hannesdóttir | Háskólinn í Reykjavík - Lagadeild | Verndun umhverfis sjávar gegn mengun af völdum loftslagsbreytinga á grundvelli hafréttar | 8.979.000 |
| Gabriela Marzena Galecka | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Leiðin norður: Merking fólksflutninga fyrir eigið lífshlaup samkvæmt frásögnum hámenntaðra innflytjenda á Norðurlöndunum | 9.990.000 |
| Sóllilja Bjarnadóttir | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Samfélags- og loftslagsvá? Viðhorf til aðgerða við loftslagsbreytingum og réttlát umskipti | 9.900.000 |
| Sara Þöll Finnbogadóttir | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Hvernig fáum við ungt fólk til að kjósa: Einstaklingsbundnir þættir og virkniaðgerðir sem hafa áhrif á kosningahegðun ungs fólks á Íslandi | 9.990.000 |
Hugvísindi og listir (25%)
| Doktorsnemi | Aðsetur | Heiti | ISK (1. ár) |
| Cecily Fleur Plant Warrilow | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | „Við” og „Hin”; Áhrif þrælaverslunar á myndun ríkis, þjóðar og þjóðernishyggju á víkingaöld og snemm-miðöldum á Íslandi | 7.625.000 |
| Bjarki Ármannsson | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Máltaka og málhæfni stórra mállíkana í íslensku | 9.990.000 |
| Giulia Zorzan | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Litanotkun í íslenskum handritum á 13. öld | 9.405.000 |
| Rebekka Þráinsdóttir | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Rússneskar bókmenntir á Íslandi. Þýðinga- og viðtökurannsókn | 9.615.375 |
| Robert Carl Cluness | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Um dulspekilega nýsköpun í breskri gagnmenningu undir lok 20. aldar | 9.875.000 |
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.
Upphæðir geta breyst við samningagerð.

