Úthlutun úr sjóði samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara, SEF

26.10.2022

Úthlutað hefur verið ráðstefnu- og gestafyrirlesarastyrkjum fyrir tímabilið nóvember 2022 til október 2023.

Upphæð gestafyrirlesarastyrkja var 80.000 kr. og upphæð ráðstefnustyrkja var 250.000 kr. á mann. Samþykktar umsóknir voru 54 fyrir alls 15.660.00 kr., 26 umsóknir voru vegna ráðstefna en 28 voru vegna gestafyrirlesara. 

Skóla-/menntastofnanir og fagfélög framhaldsskólakennara sem bjóða endurmenntun, fyrirlestra og ráðstefnur geta sótt um í sjóðinn.

Hægt er að sækja um styrki til að skipuleggja sumarnámskeið framhaldsskólakennara í samstarfi við bókhaldsskylda fræðslu- eða menntastofnun, gestafyrirlestur á vegum fagfélags eða skóla, þátttöku í ráðstefnum og vettvangsnám.

Nánar um SEF

Þetta vefsvæði byggir á Eplica