Úthlutun úr Sprotasjóði 2023

16.5.2023

Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2023. 

Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 56,8 m.kr. til 25 skólaþróunar-verkefna fyrir skólaárið 2023–2024. Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, og formaður stjórnar sjóðsins, Bragi Þór Svavarsson, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu mánudaginn 15. maí.

Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Umsýsla er hjá Rannís. Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni

  • farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt, geðtengsl, geðheilbrigði,
  • sköpun og hönnun,
  • stafræn borgaravitund, upplýsinga- og miðlalæsi.

Samtals bárust sjóðnum 76 umsóknir að undangenginni auglýsingu. Samanlagðar fjárbeiðnir námu alls 259,2 m.kr.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk*:

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Úthlutað í kr.
Leikskóli Seltjarnarness Listaskáli á leikskóla 98.500 kr.
Flensborgarskóli Félagsleg tengsl og vellíðan í nýnemabekkjum 300.000 kr.
Steinþór Snær Þrastarson Hænsnakofinn 305.000 kr.
Sunnugarður ehf Menningararfleifð í læsistengdri skynjun 400.000 kr.
Kópavogsbær Við erum glöð í geði þegar við erum með !! 650.000 kr.
Kópavogsbær Komdu út að leika og skapa! 770.000 kr.
Leikskólinn Goðheimar, Sveitarfélagið Árborg Geymast mér í minni myndir bernskunnar 1.070.000 kr.
Leikskólinn Miðborg, Reykjavíkurborg Starfshættir í aðlögun sem eflir tengslamyndun 1.300.000 kr.
Helgafellsskóli Skapið og þér munuð finna (nýjan tilgang) 1.450.000 kr.
Grunnskólinn á Þórshöfn Það vex, sem að er hlúð. 1.590.000 kr.
Hafnarfjarðarkaupstaður, allir grunnskólar og mennta- og lýðheilsusvið Kyn- og kynjafræðsla 2.050.000 kr.
Tálknafjarðarskóli Geðrækt í Tálknafjarðarskóla 2.110.000 kr.
Laugalækjarskóli Stafrænar spírur 2.200.000 kr.
Menntaskólinn við Sund Þróun nemendaþjónustu með farsæld að leiðarljósi 2.400.000 kr.
Fossvogsskóli Hundur í skóla - aukin vellíðan 2.445.000 kr.
Akureyrarbær, fræðslu- og lýðheilsusvið Bætt verklag í baráttu við skólaforðun 2.600.000 kr.
Stóru-Vogaskóli Íslenska í orði og á borði 2.720.000 kr.
Mosfellsbær Aukin farsæld hinsegin barna Í samfélaginu 3.200.000 kr.
Menntaskólinn á Akureyri Geðrækt í MA - Bjargráðin 5 3.300.00 kr.
Oddeyrarskóli Bætt líðan - aukin fræðsla 3.480.000 kr.
Reykjavíkurborg Mixið - fjölbreytt og skapandi vinna í smiðjum 3.800.000 kr.
Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnvetninga bs. Sameiginleg forvarnaráætlun Norðurlands Vestra 4.000.000 kr.
Leikskólinn Holt Leikgleði í gegnum sögur og söng 4.600.000 kr.
Kópavogsbær Að efla stafræna ábyrgð nemenda. 5.000.000 kr.
Sveitarfélagið Árborg Hvernig má styðja við farsæld barna í leikskóla? 5.000.000 kr.

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica