Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

15.6.2022

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2022, en umsóknarfrestur rann út 7. apríl sl.

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna er samkeppnissjóður sem hefur það meginhlutverk að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Styrkflokkar eru fjórir; starfslaun til þriggja, sex, níu eða tólf mánaða.

Veittir voru styrkir til 14 sjálfstætt starfandi fræðimanna eða um 23% umsókna. Starfslaun sjóðsins árið 2022 eru 490.920 kr. á mánuði (um verktakagreiðslur er að ræða). Veittar voru rúmar 45 milljónir.

Alls barst 61 umsókn í sjóðinn. Alls var sótt um starfslaun til 465 mánaða eða rúmar 228 milljónir. Þurfti stjórn að hafna mörgum styrkhæfum verkefnum.

Hér á eftir er listi yfir styrkþega.

Umsækjandi Heiti verkefnis Mánuðir
Aðalheiður L Guðmundsdóttir Bókverk listamanna á Íslandi í alþjóðlegu samhengi 3
Ágústa Edwald Maxwell Fornleifafræði Vesturferða 9
Clarence Edvin Glad Ævisaga Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) 6
Davíð Guðmundur Kristinsson Yfirtók félagsfræðin samfélagið eftir daga Hegels? 3
Guðrún Ingólfsdóttir Heimsmynd og hjáfræði 12
Guðrún Steinþórsdóttir Ímyndunaraflið 6
Gunnar Þorri Pétursson Bakhtínskí búmm 3
Halldór Guðmundsson Mynd Kaupmannahafnar í íslenskum bókmenntum 12
Halldóra Arnardóttir Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt 3
Hrafnkell Freyr Lárusson Lýðræðisþróun og stjórnmálaáhugi – bók og grein 3
Sigríður Matthíasdóttir Seyðfirskur frumkvöðull í þverþjóðlegum heimi 6
Sigrún Guðmundsdóttir Ástarsagan í kuldanum 6
Vera Knútsdóttir Hrunbókmenntir: Kyngervi og sjálfsmynd á tímamótum 12
Þórir Óskarsson Félagslegt og listrænt umhverfi Bjarna Thorarensen 9

Alls 93

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica