Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

16.5.2024

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna fyrir árið 2024, en umsóknarfrestur rann út 18. mars sl.

Veittir voru styrkir til 18 sjálfstætt starfandi fræðimanna, um 33% umsókna, til metnaðarfullra verkefna sem spanna vítt svið. Starfslaun sjóðsins árið 2024 eru 538.000 kr. á mánuði (um verktakagreiðslur er að ræða). Veittar voru tæpar 55 milljónir.

Alls bárust 54 umsóknir í sjóðinn. Alls var sótt um starfslaun til 441 mánaða eða rúmra 237 milljóna kr. Þurfti stjórn því að hafna mörgum styrkhæfum verkefnum.

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna er samkeppnissjóður sem hefur það meginhlutverk að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Styrkflokkar eru fjórir; starfslaun til þriggja, sex, níu eða tólf mánaða.

Styrkþegar

Umsækjandi Heiti verkefnis Úthlutun mánuðir
Arnþór Gunnarsson Ísland – ferðamannaland 1858–1939 9
Axel Kristinsson Grjótkast á Sturlungaöld 3
Árni Daníel Júlíusson Hvalrekar í fornbréfasafni 1100-1570 3
Árni Heimir Ingólfsson Módernismi í íslenskri tónlist, 1950-1980. 6
Becky Elizabeth Forsythe Listakonur sem ryðja sína eigin braut 3
Björg Hjartardóttir Róttæk Freyja í Vesturheimi (1898-1910) 6
Erla Dóris Halldórsdóttir Berklar á Íslandi 1890-1950 9
Gunnar Þorri Pétursson Bakhtínskí búmm: Um ris & fall Míkhaíls Bakhtíns.. 3
Kristín Svava Tómasdóttir Fröken Dúlla. Ævi og störf Jóhönnu Knudsen 9
Laufey Axelsdóttir Athafnakonur á Íslandi. Síðari hluti yfirlitsrit 3
Margrét Gunnarsdóttir Móðuharðindin í mannlegu ljósi 6
Ragnhildur Hemmert Sigurðardóttir Litunargjörð II 6
Rebekka Þráinsdóttir Rússneskar bókmenntir: Hugmyndir, höfundar, vald 6
Sigríður Matthíasdóttir Athafnakonur á Íslandi. Fyrri hluti yfirlitsrit 6
Sigrún Margrét Guðmundsdóttir Ástarsagan í kuldanum 6
Valgerður Kr Brynjólfsdóttir Handrit Jóns Jónssonar í Simbakoti 6
Valgerður Pálmadóttir Stríð og friður á síðum kvennablaða á 20. öld 6
Þröstur Helgason Blár. Menningarsaga 6
Alls 102

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica