Vaxtarsprotinn 2025

17.9.2025

Vaxtarsprotinn 2025 verður afhentur miðvikudaginn 24. september í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.

Vaxtarsprotinn er afhentur þeim sprotafyrirtækjum sem sýna mestan vöxt í söluveltu milli síðasta árs og ársins á undan. Tilgangur Vaxtarsprotans er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi slíkra fyrirtækja.

Boðið verður upp á morgunmat frá kl. 8.45 og dagskrá hefst kl. 9.00.

Skráning á viðburðinn

Það eru Samtök iðnaðarins, Samtök Sprotafyrirtækja, Rannís og Háskólans í Reykjavík, sem skipuleggja og veita Vaxtarsprotann.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica