Vel heppnað afmælisþing!

30.11.2015

Góður rómur var gerður að afmælisþingi sem Rannís stóð fyrir fimmtudaginn 26. nóvember sl. Gestum gafst kostur á að skyggnast inn í heim rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar, rifja upp söguna og horfa til framtíðar í máli og myndum.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setti þingið og bauð til móttöku í lok þings. Sigmundur Davíð Gunnarsson, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti Hvatningarverðlaunin 2015. Viðurkenninguna að þessu sinni hlutu Dr. Sesselja Ómarsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður gæðarannsókna hjá Alvotech, og dr. Egill Skúlason, eðlisefnafræðingur og dósent við raunvísindadeild Háskóla Íslands. 

Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís Keppt í "hver er súrastur". Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra flytur erindi.

Skoða myndir frá afmælisþinginu

 
Dagskrá og erindi  

Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica