Vísindamálaráðherra Tékklands heimsækir Rannís ásamt sendiherra

20.5.2025

Sendiherra Tékklands gagnvart Íslandi heimsótti Rannís þann 20. maí ásamt ráðherra vísindamála og var markmið heimsóknarinnar að kynna sér starfsemi Rannís og samstarf við Tékkland.

  • Heimsokn-visindamalaradherra-Tekklands

Vísindamálaráðherra Tékklands, Marek Ženíšek, var staddur hér á landi nú í maí og notaði tækifærið til að heimsækja Rannís, ásamt sendiherra Tékklands gagnvart Íslandi, David Červenka, sem er með aðsetur í Osló. 

Í heimsókninni, þann 20. maí, fengu gestirnir kynningu á starfsemi Rannís og þeim sjóðum og áætlunum sem stofnunin hefur umsjón með. Gestirnir höfðu einnig sérstakan áhuga á orkumálum og samstarfi á norðurslóðum.

Jafnframt var lögð áhersla á að fara yfir samstarf landanna á sviði Uppbyggingasjóðs EES þar sem Tékkland er eitt af helstu samstarfslöndum sjóðsins.

Á myndinni eru, talið frá vinstri: David Červenka sendiherra, Marek Ženíšek vísindamálaráðherra, Ragnhildur Zoëga, Ágúst H. Ingþórsson forstöðumaður Rannís, Aðalheiður Jónsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson og Egill Þór Níelsson.

Heimsóknin var vel heppnuð og leggur grunn að góðu samstarfi milli landanna tveggja á málefnasviðum Rannís.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica