26 ný COST verkefni hafa verið samþykkt
Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.
COST greiðir fyrir kostnað þátttakenda vegna ferða og ráðstefnuhalds en greiðir ekki kostnað við rannsóknaverkefnin sjálf. COST verkefni hafa oft leitt til áframhaldandi samstarfs á milli þátttakenda í styrkumsóknum í stærri verkefni í Rannsóknaáætlun ESB.
Ísland getur tilnefnt tvo fulltrúa í hvert verkefni. Gengið er út frá að þátttakendur séu reyndir rannsakendur og vísindamenn á sínu sviði, post-doc rannsakendur eða með mikla þekkingu og kennslureynslu á sínu sviði. Óski menn eftir tilnefningu skal senda umsókn til Rannís (nánari upplýsingar um umsóknarferlið)