Árleg ráðstefna um gæði í háskólastarfi haldin af Gæðaráði íslenskra háskóla og Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs

12.4.2018

Gæðaráð íslenskra háskóla og Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs bjóða til ráðstefnu um samþættingu kennslu og rannsókna í grunnnámi. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar úr röðum kennara og stúdenta munu flytja erindi um efnið sem verður fylgt eftir með pallborðsumræðum. Ráðstefnan fer fram þriðjudaginn 15. maí kl. 13:00-16:30 í stofu M-101 í Háskólanum í Reykjavík.

Samþætting kennslu og rannsókna í grunnnámi - erlend og íslensk dæmi

15. maí 2018 kl. 13:00 -16:30, Háskólanum í Reykjavík, Stofa M-101.

Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni beint í streymi

Ráðstefnugestir eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta skráningu tímanlega.

Skrá þátttöku

Dagskrá

13.00 – 13.10 Setning og ávarp. Ari Kristinn Jónsson, Rektor Háskólans í Reykjavík.
13.10 – 14.10

Samþætting kennslu og rannsókna í grunnnámi - erlend dæmi.

 • Öndvegissetur í líffræðikennslu. Vigdis Vandvik, Háskólanum í Bergen.
 • Rannsóknaverkefni í samvinnu kennara og stúdenta í grunnnámi við Tækniháskóla Georgíufylkis. Ed Coyle, Tækniháskóla Georgíufylkis.
 • Fundarstjóri: Ari Kristinn Jónsson, Rektor Háskólans í Reykjavík.
14.10 – 14.40 Kaffihlé
14.40 – 16.25

Samþætting kennslu og rannsókna í grunnnámi - íslensk dæmi

 • Kynningar og pallborðsumræður frá íslenskum kennurum og stúdentum
 • Fundarstjóri: Salome Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups
 1. Sean Michael Scully og Eva María Ingvadottir, Háskólanum á  Akureyri, auðlindadeild.
 2. Helga Rut Gudmundsdottir og Björg Þórsdóttir, Háskóla Íslands, menntavísindasviði.
 3. Anna Vilborg Einarsdóttir og Ingibjörg Smáradóttir, Háskólanum á Hólum, ferðamáladeild.
 4. Páll Einarsson og nemandi, Háskóla Íslands, jarðvísindadeild.
 5. Kristinn R. Þórisson og Mathieu Skúlason, Háskólanum í Reykjavík, tölvunarfræðideild.
 6. Aðalheiður Guðmundsdóttir and Áslaug Heiður Cassata, Háskóla Íslands, íslensku- og menningardeild.
 7. Thomas Pausz og Inga Kristín Guðlaugsdóttir,  Listaháskóla Íslands, hönnunar- og arkitektúrdeild.
16.25 – 16.30 Ráðstefnuslit

Stutt æviágrip fyrirlesara (á ensku).

Þetta vefsvæði byggir á Eplica