Ársskýrsla Rannís 2015 er komin út
Nú er ársskýrsla Rannís fyrir árið 2015 komin út í rafrænu formi. Þar er fjallað um starfsemi stofunarinnar í máli, myndum og tölum.
Rannís þjónar breiðum hópi viðskiptavina, á sviði vísinda og rannsókna, þróunar og nýsköpunar, mennta, menningar og lista auk æskulýðsstarfs. Samskiptanetið er því mjög breitt; skólar, atvinnulíf, stofnanir, einstaklingar auk stjórnsýslunnar tilheyra markhópnum. Rannís flutti í nýtt húsnæði að Borgartúni 30 á árinu með alla sína starfsemi og ber ársskýrslan breytingunum nokkur merki.
Sú nýjung er á árskýrslunni í ár að hún geymir tímaás sem sýnir brot af því helsta sem bar til tíðinda á árinu, auk þess sem leitast var við að gefa heildstætt yfirlit yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar, til upplýsinga fyrir fjölbreyttan hóp.