Ársskýrsla Rannís 2016

28.4.2017

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2016 er komin út í rafrænu formi. Sýnir hún brot af því helsta sem bar til tíðinda á árinu, auk þess sem leitast var við að gefa heildstætt yfirlit yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar.

  • Forsíða ársskýrslu Rannís 2016

Rannís á að baki fyrsta heila rekstrarárið eftir sameiningu starfseminnar á nýjum stað í Borgartúni 30. Breytingin var umtalsverð fyrir stofnunina, ekki síst vegna þess að ná þurfti fram hagræðingu og samlegð í rekstri á sama tíma og byggja þurfti upp jákvæðan starfsanda og móta ný gildi fyrir starfsemina.

Við hönnun á ársskýrslunni var tekið mið af því að Rannís er alltaf að fást við framtíðina, enda hefur stofnunin það hlutverk að stuðla að framþróun þekkingarsamfélagsins. Framtíðarsýn Rannís er að lagður verði metnaður í, og sífellt leitað nýrra leiða til að auka þekkingu, miðlun og vísindastarf á Íslandi, í því skyni að efla menntun, menningu og nýsköpun í þjóðarbúinu. Rannís leitast við að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu og viðhafa fagleg vinnubrögð, gagnsæi og trúnað og vera viðurkennd sem traust og trúverðug stofnun, með hæfu starfsfólki og traustri stjórnun.


 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica