Ársskýrsla Rannís 2017 er komin út

9.5.2018

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2017 er komin út á rafrænu formi. Í henni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar.

Viðburðir og viðurkenningar skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Rannsóknaþing og Nýsköpunarþing eru haldin árlega en á þeim fer fram afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs og Nýsköpunarverðlauna Íslands . Auk þeirra var haldið upp á 30 ára afmæli Erasmus+ áætlunarinnar á Íslandi, nýir styrkþegar boðnir velkomnir á vorfundi Tækniþróunarsjóðs og í félagi við Félag rannsóknastjóra á Íslandi bauð Rannís til hádegisverðarmálþings í tilefni af 10 ára afmæli Evrópska rannsóknaráðsins (ERC).

Nokkrar breytingar urðu á innra starfi Rannís á árinu. Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) opnaði skrifstofu í upphafi árs í Borgum á Akureyri og var Rannís falin umsýsla með skrifstofunni. Um mitt árið færðist æskulýðshluti Erasmus+ yfir til Rannís ásamt þremur starfsmönnum. Ýmislegt hefur verið gert til að formfesta og styrkja starfið á árinu. Starfsþróunarstefna leit dagsins ljós og undirbúningur stefnumótunar fyrir stofnunina hófst ásamt því að lögð voru drög að vinnuverndarstarfi á nýju ári.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica