Ársskýrsla Rannís 2018 er komin út

16.5.2019

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2018 er komin út á rafrænu formi. Í henni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar.

  • Arskyrsla-2018-formynd

Viðburðir og viðurkenningar skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Rannsóknaþing og Nýsköpunarþing eru haldin árlega en á þeim fer fram afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs og Nýsköpunarverðlauna Íslands . Auk þeirra var Vísindavaka haldin á ný eftir nokkuð hlé og nýir styrkþegar boðnir velkomnir á vorfundi Tækniþróunarsjóðs. 

Í nýrri stefnumörkun Rannís kemur fram að hlutverk Rannís er að örva rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Stefnumörkunin lítur fram á veginn til ársins 2025 og var unnin á árinu 2018. Hlutverk Rannís er þar skilgreint með eftirfarandi hætti:

-Rannís treystir stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

-Rannís styður þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð við kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum.

-Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.

Árskýrslu Rannís 2018 má nálgast hér

Þetta vefsvæði byggir á Eplica