Auglýst eftir íslenskum vísindamönnum til að taka þátt í rannsóknarleiðangri um norðurslóðir

13.2.2018

Kínverski Rannsóknaísbrjóturinn, Snædrekinn, fer í sinn níunda rannsóknaleiðangur um norðurslóðir á tímabilinu júlí til september 2018. 

Í leiðangrinum verðar gerðar rannsóknir í Norður- Íshafi, Beringshafi, Tjúktahafi og Beauforthafi. Helstu rannsóknaáherslur kínverska leiðangursins eru haffræði og veðurfræði, hafís, umhverfisbreytingar í hafi, sjávarvistfræði, jarðfræði, mengun og fiskistofnar. 

Íslenskum vísindamönnum býðst að taka þátt í þessum leiðangri.  Þeir sem áhuga hafa á því eru beðnir um að senda umsókn um það fyrir 26. febrúar nk. til Sandy Shan hjá Heimskautastofnun Kína (Polar Research Institute of China), syy@pric.org.cn.

Í umsókn komi fram  upplýsingar um eftirfarandi atriði:

1. PROJECT NAME

2. MAIN CONTENT OF THE PROJECT

3. RESPONSIBLE INSTITUTION

4. PARTICIPATING INSTITUTION

5. RESEARCH AREA

6. NUMBER OF PEOPLE

7. PROJECT OBJECTIVE

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson .

Þetta vefsvæði byggir á Eplica