Auglýst eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

7.3.2016

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2016 kl. 17:00.

Hlutverk  sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og / eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Allir þeir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök geta sótt um. Ekki er gert ráð fyrir að hefðbundin íþróttafélög né opinberir aðilar eins og félagsmiðstöðvar sæki um verkefni í þennan sjóð.

Verkefnin þurfa að falla að markmiðum laga um æskulýðsfélög. Þar segir að með æskulýðsstarfi sé átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa né fasta viðburði í félagsstarfi svo sem þing, mót eða þess háttar atburði né ferðir hópa.

Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís

Sjá frekari  upplýsingar um Æskulýðssjóð og hvernig sótt er um.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica