Auglýst eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki

7.9.2018

SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er 9. október 2018, kl. 16:00.

Um er að ræða styrki fyrir:   

a. Skólameistara framhaldsskóla: sem tilnefnir 1-2 kennara til að sækja námskeið eða ráðstefnu erlendis. Styrksupphæð er 250.000 krónur á þátttakanda og skulu þátttakendur sækja sama námskeið. Einnig getur skólameistari sótt um styrk fyrir gestafyrirlesara til að halda erindi í skólanum að hámarki 80.000 krónur.

b. Faggreinafélög: sem tilnefna 1-2 stjórnarmenn til að sækja námskeið eða ráðstefnu erlendis. Styrksupphæð er 250.000 krónur á þátttakanda og skulu þátttakendur sækja sama námskeið. Einnig getur faggreinafélagið sótt um styrk fyrir gestafyrirlesara til að halda erindi fyrir félagið að hámarki 80.000 krónur.

Ferðatímabilið / gestafyrirlesturinn í þessari umsóknarumferð er 1. nóvember 2018 – 31. október 2019. Umsóknir skulu innihalda rökstudda lýsingu á því hvernig námskeiðið, ráðstefnan eða gestafyrirlesarinn gagnist skólanum, kennurunum og skólasamfélaginu. Stjórn SEF mun meta umsóknir og vel unnin umsókn er skilyrði fyrir styrkveitingu.

Hér má nálgast ítarlegri úthlutunarreglur.

Sótt er um rafrænt í umsóknakerfi Rannís

Nánari upplýsingar gefur Jón Svanur Jóhannsson, verkefnastjóri innlendra menntasjóða, í síma 515-5820 eða með tölvupósti í jon.svanur.johannsson(hja)rannis.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica