Auglýst er eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

12.9.2017

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði til verkefna sem tengjast tilgangi sjóðsins. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 16. október 2017 kl.16.00.

Við úthlutun úr Æskulýðssjóði 2017 verður lögð áhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum sem lúta að fjölgun félagsmanna og eflingu innra starfs þeirra, mannréttindafræðslu, verkefnum sem ætlað er að vinna gegn einelti eða einsemd og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Umsóknareyðublað sjóðsins eru á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.

Nánari upplýsingar er að finna á síðu Æskulýðssjóðs.  

Næst verður auglýst eftir umsóknum í febrúar 2018.

Nánari upplýsingar veita Andrés Pétursson og Jón Svanur Jóhannsson.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica